Sigurður Bessason, formaður samninganefndar Flóabandalagsins birtir
Opið bréf til forsætisráðherra
Eftirfarandi spurningu er beint til forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Forsætisráðherra hefur ítrekað lagt áherslu á nauðsyn þess að hækka lægstu laun umfram önnur laun ogtalið heppilegast að laun hækki í krónutölum en ekki í prósentum. Krafa Flóabandalagsfélaganna um 35 þúsund króna hækkun á taxta og 33.000 þúsund króna hækkun á launutan launatöflu fellur vel að framangreindum áherslum forsætisráðherra. Það kom því á óvart að forsætisráðherraskyldi hafna því á Viðskiptaþingi að þeir samningar sem ríkið hefur gert við tekjuhærri hópa þ.e.lækna og kennara sem eru með miklu hærri laun en félagsmenn í félögum Flóabandalagsins, geti veriðviðmið fyrir kröfugerð Flóabandalagsins. Því hljótum við að spyrja hvort það er mat forsætisráðherra að þessilaunakrafa Flóabandalagsins sé úr hófi og hvaða launtölu hann hefur þá í huga fyrir lægst launaða fólkið. Ljóst er að forsætisráðherra skipti sér ekki að kröfum lækna þegar þær voru til umfjöllunar með þessumhætti. Á Viðskiptaþingi útskýrði forsætisráðherra að kjarasamningar lækna hafi snúist að mestu um hagræðingu,þ.e. breytingu á launauppbyggingu og vinnufyrirkomulagi og því hafi þeir í raun ekki farið að neinu leytiút fyrir þá almennu niðurstöðu sem varð í síðustu kjarasamningum. Minnt er á að kröfur lækna gengu hinsvegar út á að þeir fengju sömu laun og starfsfélagar þeirra á Norðurlöndunum. Það er því eðlilegt að forsætisráðherra útskýri hvort krafa lækna um sambærileg laun og á Norðurlöndunum hafi nást að hluta eða ölluleyti og hvort það var hagræðingin sem náðist með gerðum samningum. Þá væri eðlilegt að fá mat ráðherraá því hvort það sé rangt að tekjur lækna hækki á bilinu 200 til 400 þúsundir króna í kjölfar samninganna. Spurt er af þessu tilefni: Ef þær miklu hækkanir lækna sem blasa við voru nær eingöngu byggðar á hagræðingueins og fram kom hjá ráðherranum á Viðskiptaþingi og þær eru grundvöllur launabreytinganna, hvaðþá með aðrar hagræðingar? Er ekki einsýnt að þær hagræðingar sem framkvæmdar voru með útboðum ástörfum ræstingarfólks í ráðuneytum hefðu átt að skila sér í launahækkunum til ræstingarfólks í stað þessað leiða til launalækkana sem voru afleiðingar útboðanna. Telur forsætisráðherra að hagræðing í störfumræstingarfólks lúti öðrum lögmálum en hagræðing á störfum lækna? Hvernig gat það gerst í ljósi áherslnaforsætisráðherra á hækkun lægstu launa að allra lægst launaða fólkið í ráðuneytunum var lækkað í launummeð útboðum og hagræðingu? Notkun á meðaltalstölum varðandi hækkanir opinberra starfsmanna sem sönnun þess að ríkið hafi ekkitekið upp nýja launastefnu stenst ekki skoðun. Það hefur bæði komið fram í máli launafólks og atvinnurekandaað ríki og sveitarfélög hafi skipt um launastefnu í miðri á. Þegar horft er á BSRB og ASÍ hópana semeru lægst launuðu hóparnir hjá ríkinu, liggur fyrir að þeir tóku sömu almennu hækkunum og starfsmenn áalmenna vinnumarkaðnum. En með því að nota meðaltöl þá er verið að fela að hluti opinberra starfsmannavar að taka verulega meiri launahækkanir. Tölur segja ekki ósatt. Samningurinn til kennara innibar 16%hækkun launa á fyrsta ári. Síðan greiða kennarar um það atkvæði hvort þeir vilji gera breytingar á vinnufyrirkomulagi sínu gegn 8% launahækkun. Hafni þeir þeim breytingum þá halda þeir launahækkunum frásíðasta ári en samningurinn verður laus frá 1. mars 2016. Við sem stöndum að Flóafélögunum höfum talið mikilvægt að stuðla hér að stöðugleika. En við sögðumþað við gerð síðustu samninga að við ætluðum ekki að búa til stöðugleika fyrir aðra. Við ætluðum aldrei aðleggja til allt efnið í kökuna sem öðrum stendur síðan til boða að snæða af hlaðborði að eigin vali.Sigurður BessasonFormaður Eflingar- stéttarfélags