Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67% í febrúar og er ársverðbólga óbreytt frá fyrra mánuði 0,8% að því er fram kemur í nýjum tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Húsnæðisverð er enn leiðandi í hækkun verðlags en vísitala neysluverðs hefur lækkað um 0,9% undanfarið ár sé húsnæðisliðurinn undanskilinn.Breytingar á verðlagi í mánuðinum má að mestu rekja til þess að útsöluáhrif á fötum og skóm ganga til baka, húsnæðisverð heldur áfram að hækka og eldsneytisverð hækkar frá fyrra mánuði. Á móti vegur að flugfargjöld til útlanda og verð á mat- og drykkjarvörum lækkar frá því í janúar. Athygli vekur þó að lækkun á mat- og drykkjarvörum má helst rekja til lækkunar á kjöti og ávöxtum en áhrif af lækkun vörugjalda af sykri og sætum matvörum eru nokkuð minni en ætla mætti. Þá hafa bækur hækkað talsvert undanfarna mánuði umfram það sem hækkun virðisaukaskatts gefur tilefni til auk þess sem lítil áhrif sjást af afnámi vörugjalda í verðlagi á bílavarahlutum og byggingarvörum.Lesa meira á vef ASÍ með því að smella hér.