Sex ný fræðslumyndbönd um réttindamál, einkum ætluð ungu fólki, er nú hægt að nálgast á netinu, á myndbandavefnum Youtube. Myndböndin fjalla um jafnaðarkaup, ráðningarsamninga, orlof, vinnutíma, starfslok og veikindi. Myndböndin eru frá einni og hálfri mínútu upp í tvær og hálfa mínútu og fara hnitmiðað yfir hvert efni en ASÍ vann að gerð fræðslumyndbandanna.Hægt er að nálgast myndböndin hér.