– segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar Það mæðir mikið á formanni Eflingar þessa dagana sem jafnframt er formaður samninganefndar Flóafélaganna en þau hafa nú mótað stefnu sína í kaupliðum og kynnt hana atvinnurekendum. Sigurður segir í viðtali við Fréttablað Eflingar að það geti virkað sem hálfgerð tugga að staðan sé flókin og erfið en reyndin sé sú að samningamenn séu þessa dagana að koma að erfiðari stöðu í kjaramálum en við höfum upplifað frá Þjóðarsáttinni 1990. Hún er fyrst og fremst erfið vegna þess að trúverðugleikann vantar. Stjórnvöld hafa svikið launafólk, fyrri ríkisstjórn hóf þá vegferð og núverandi ríkisstjórn hefur bætt um betur með samráðsleysi og beinum svikum við gerða kjarasamninga. Ofan á þetta allt bætist síðan ný kjarastefna sem ríki og sveitarfélög hafa mótað þvert á kjaramálastefnu sem þau hafa lagt gagnvart fólki á almennum vinnumarkaði. Það skilur það hver maður að svona getur þetta ekki gengið, segir Sigurður.Það er hins vegar ljóst að ýmsir hópar, hafa beðið átekta eftir því hvernig við í Flóanum ætlum að haga kröfugerð okkar. Ástæða þess er bæði söguleg og að við erum mjög stór hópur, við erum með um 16.000 manns sem þýðir að við höfum mikla vigt í okkar kröfugerð og hvernig við setjum hana fram.Ekki grundvöllur fyrir langan kjarasamningSigurður telur ekki grundvöll fyrir langan kjarasamning við þessar aðstæður. Við höfum verið talsmenn kjarasamninga til lengri tíma með það að markmiði að ná árlegum kaupmáttarauka. En nú viljum við ekki semja til lengri tíma en eins árs og fyrir því eru margar forsendur. Ítrekað hafa stjórn-völd skert réttindi launafólks með niðurskurði í fjárlögum og rofið gerða samninga. Því er ekki skynsamlegt að semja til lengri tíma en eins árs.Ljóst er að mikill titringur er í okkar viðsemjendum sem lýsir sér hvað best í þeim spurningavagni sem þeir hafa keyrt í gegnum Capacent að undanförnu þar sem ljóst er að með nákvæmum uppröðunum á spurningum er verið að kalla fram ákveðna afstöðu almennings. Þessi könnun er birt á heimasíðu SA þar sem sjá má niðurstöðurnar en þar er með leiðandi spurningum og áróðri dregnar fram þær skoðanir hjá almenningi að ef allir fengju sömu launahækkanir og læknar, myndi verðbólga aukast og verðtryggðar húsnæðisskuldir hækka og að minnihluti landsmanna vilji að aðrir fái sambærilegar launahækkanir og læknar.Sigurður bendir á að ljóst sé að ekki er verið að spyrja um réttlæti í þessari könnun. Ekki er verið að spyrja hvort læknar og kennarar hafi tekið óhóflegar hækkanir í sinn hlut í ljósi þeirra krónutalna sem hafa verið birtar að undanförnu. En merkilegast við þessa könnun eru kannski svör manna hvort allir eigi að fá samskonar launabreytingar þrátt fyrir að fyrstu spurningarnar hafi verið svona leiðandi, þá var rúmlega 40% þeirrar skoðunar að aðrir ættu að fá sambærilegar launahækkanir.Seðlabankinn í nýju hlutverki – varðhundar í þágu hverra?Það er merkilegt að fylgjast með því hvernig Seðlabanki Íslands spilar undir þessi sjónarmið og þessa dagana er spurt hvort Seðlabankinn hafi skipt um hlutverk þ.e. að hann telji ekki lengur sitt aðalhlutverk við ákvörðun stýrivaxta að bregðast við verðbólgu en þess í stað hafi hann tekið sér nýtt hlutverk að bregðast við væntanlegum kjarasamningum. Er hann að bregðast við samningi til eins árs eða samningi til þriggja ára? Er hann að bregðast við kröfu um að færa taxta að greiddum launum eða getu fyrirtækja til þess að greiða hærri laun miðað við efnahagsreikning fyrirtækja eða kröfunni um krónutöluhækkun allra lægstu launa sem eins og venjulega á samkvæmt þeirra mati að setja alla á hausinn eins og umræðan ber með sér.Engin viðbröð Seðlabanka þegar kennarar og læknar gerðu kjarasamningaÞegar kjarasamningar kennara og lækna voru gerðir urðu engin viðbrögð hjá Seðlabankanum. Engin tilraun gerð til að leggja mat á kostnað þessara samninga en ekki stóð á viðbrögðunum þegar félögin af landsbyggðinni innan SGS lögðu fram kröfugerð sína. Við skulum aðeins bera saman stærðir. Þessi hópur innan SGS telur 12.000 manns en kennarar eru 10.000 og læknar 1.000 samtals 11.000 manns. Hækkun síðast töldu hópanna var margföld á við kröfugerð SGS af landsbyggðinni.Ekki klisja heldur raunhæft matÞess vegna, segir Sigurður, erum við í þessari erfiðu stöðu vegna þess að aðrir hafa gengið á bak orða sinna. Þess vegna er það ekki tugga að segja að komandi kjarasamningsviðræður verða erfiðar. Það er bara raunhæft mat.Samninganefnd SA, ríkisins og sveitarfélaganna komu að því verki að leggja upp þá launumræðu sem átti sér stað í aðdraganda síðustu samninga. Við sögðum þá og segjum enn. Við vorum ekki að semja upp á stöðugleika til þess að aðrir hirtu ávinninginn.Sveitarfélögin velta kostnaði af dýrum samningi við kennara yfir á almenningÞessa dagana eru að berast fréttir um bága stöðu sveitarfélaga. Það er að koma fram sem við spáðum að samningar sveitarfélaganna væru svo dýrir að eina leið sveitarfélaganna væri að velta kostnaðinum yfir á almenning. Þetta er að ganga eftir.Við erum að stefna inná erfiðan samningavetur. Við erum að leggja fram kröfur sem verða byggðar upp út frá forsendum samninga kennara og lækna. Við gerum þá kröfu að leiðréttingin nái til allra. Staðreyndin er hins vegar þessi að ekki er hægt að treysta stjórnvöldum og því munum við ræða fyrst og fremst um eins árs samning. Það verður síðan verkefnið framundan að finna leiðina að þeim markmiðum, að allir beri samskonar ábyrgð á þeim stöðugleika sem við viljum skapa í okkar samfélagi.Það er kominn tími til að stjórnvöld fari að huga að því að ávinna sér traust að nýju með aðgerðum í þágu launafólks og þá er fyrsta stigið fólgið í því að draga til baka þær skerðingar sem stjórnvöld innsigluðu með fjárlögum.