ASÍ og BSRB halda ráðstefnu þriðjudaginn 21. apríl undir yfirskriftinni Hlutverk stéttarfélaga í samfélaginu. Ráðstefnan er haldin á Grand hóteli og hefst á morgunverði í boði stéttarfélaganna kl. 8.00 og stendur til kl. 10.00. Aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram á vefnum 1mai.is og verður bein útsending frá ráðstefnunni á vefnum. Meðal flytjenda verða Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar og Ingólfur Björgvin Jónsson, þjónustufulltrúi Eflingar. Dagskrá Þriðjudagur 21. apríl kl. 08.00-10.00 08.00-08.20 Morgunverður 08.20-08.40 Staða og hlutverk stéttarfélaganna í samfélaginu – Gylfi Arnbjörnsson08.40-08.55 Stéttarfélögin og félagsmaðurinn – Árni Stefán Jónsson08.55-09.10 Stéttarfélögin og félagsmaðurinn – Sigurrós Kristinsdóttir 09.10-09.25 Viðbrögð og spurningar 09.25-09.35 Hvernig eiga stéttarfélögin að þróast? – Ingólfur Björgvin Jónsson09.35-09.45 Hvernig eiga stéttarfélögin að þróast? – Þórdís Viborg 09.45-10.00 Viðbrögð, spurningar og samantekt Fundarstjórn og samantekt: Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Viðbrögð og spurningar: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Helgi Seljan