Fjölsóttasti 1. maí um árabil

Það ríkti sannkallaður baráttuandi í 1. maí göngunni niður Laugaveginn í blíðskaparveðri á baráttudaginn þegar ein fjölmennasta ganga á síðari árum fór niður að miðbæ Reykjavíkur en svo fjölmenn var gangan að erfitt var að koma öllum þátttakendum fyrir á Ingólfstorgi þegar samkoma dagsins hófst. Lúðrasveitir spiluðu undir göngunni og tónlistaratriði og hvatningarávörp voru flutt niður Laugaveg og Bankastræti.Að lokinni göngu og útifundi var félagsmönnum Eflingar boðið í Valsheimilið þar sem mikið fjölmenni kom í kaffið. Dagurinn tókst mjög vel og veðrið lék við fundarmenn með fallegu sólarveðri þó að kalt væri eins og oft á þessum árstíma.Þorfinnur Sigurgeirsson tók þessar skemmtilegu myndir á deginum.