– segir Ingibjörg Ólafsdóttir, sviðsstjóri starfsendurhæfingar hjá Eflingu. 
Það skiptir miklu máli að allir í heiminum tali sama tungumál þegar kemur að starfsendurhæfingu og geti reitt sig á að ákveðin stöðlun eigi við alls staðar, segir Ingibjörg Ólafsdóttir, sviðsstjóri starfsendurhæfingar hjá Eflingu. Hún segir að það sé mikilvægt að ná þessu samræmi því þá sé hægt að bera árangur saman við önnur lönd. Það kemur öllum til góða.Þann 21. maí sl. sótti Ingibjörg ásamt öðrum ráðgjöfum Virk hjá Eflingu ráðstefnu sem bar yfirskriftina Starfsendurhæfing og starfsgetumat. Var ráðstefnan liður í því að fræða ráðgjafa Virk um land allt um árangursríka starfsendurhæfingu samhliða markvissu matsferli.Vilja samræmi í matsferlinu á milli aðila og landaAð endurhæfingarferli geta komið margir aðilar eins og læknar, sjúkraþjálfarar og sálfræðingar sem hafa allir sitt tungumál þegar kemur að endurhæfingu. Þess vegna skiptir miklu máli að ná samræmi í matsferlinu á milli aðila og landa. Við notum ICF staðla í okkar starfsgetumati hjá Virk á Íslandi og höfum fengið jákvæða athygli utan úr heimi vegna þess og er það ánægjulegt ekki síst fyrir þær sakir að þjónustuþegar okkar njóta góðs af markvissara matsferli.Fræðsla mikilvægur hluti starfsinsÞað er mikilvægt að ráðgjafar í stéttarfélögum sem og starfsmenn Virk kynni sér nýjungar og hvað sé að gerast í starfsendurhæfingu í öðrum löndum. Reglulega efnir Virk til ráðstefna eins og þessarar þar sem fengnir eru erlendir fyrirlesarar í bland við íslenska til að kynna nýjungar í starfsendurhæfingu og hvað sé að virka og hvað ekki.Það er mjög öflug fræðsla á vegum VIRK, segir Ingibjörg. Auk ráðstefna séu haldnir tveir fræðsludagar tvisvar á ári þar sem ráðgjafar og starfsmenn Virk starfsendurhæfingarsjóðs fá alls konar fræðslu tengda líkamlegum og andlegum hindrunum. Hún segir mikið lagt upp úr fræðslu ráðgjafa og það sé ekki síst til að styðja þá í starfi.
