Select Page

Haustfundur trúnaðarmanna var haldinn miðvikudaginn 16. september sl. á á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Þar hittust trúnaðarmenn félagsins í morgunkaffi áður en þeir hlýddu á fræðsluerindi um mansal.

Drífa Snædal hjá Starfsgreinasambandinu hóf fræðsluna og fór yfir það hvernig stéttarfélög koma að þessu málefni. Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum flutti svo áhugaverðan fyrirlestur um mansal og fór m.a. yfir það hvernig hægt er að bera kennsl á það. Að lokum flutti Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á mannréttindaskrifstofu Rvk erindi sitt.

Ljóst var að trúnaðarmönnunum þótti þetta þörf fræðsla en eins og kom fram á fundinum þrífst mansal á vinnumarkaði á Íslandi og er fræðsla einn mikilvægur liður til að sporna gegn því. Eftir nokkrar umræður var slegið á léttari strengi og skemmti Svavar Knútur trúnaðarmönnum í lok fundar.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere