Fundað var með samninganefnd ríkisins og hjúkrunarheimila í gær 22. september þar sem farið var yfir þær viðræður sem átt hafa sér stað við ríkið. Ágætis gangur hefur verið í viðræðum undanfarna daga þar sem talsvert hefur verið komið á móts við áherslur félagsins. Næsti fundur með ríkinu verður á mánudaginn 28. september og eru aðilar vongóðir um að þá takist að ganga frá nýjum kjarasamningi. Samhliða því er stefnt að því að ganga frá kjarasamningi við hjúkrunarheimilin eða Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.Þá er fyrirhugaður fundur með samninganefnd Reykjavíkurborgar og trúnaðarmönnum sem starfa á samningssviði Sambands íslenskra sveitarfélaga síðar í dag.Félagið hefur lagt kapp á að ganga frá kjarasamningum við þá viðsemjendur sem ennþá er ósamið við en auk félagsmanna sem starfa hjá ríki, hjúkrunarheimilum og sveitarfélögum eru ennþá lausir samningar við einkarekna leikskóla, Sorpu, Orkuveituna og Faxaflóahafnir.