Haustfundur trúnaðarmanna var haldinn miðvikudaginn 16. september sl. á á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Þar hittust trúnaðarmenn félagsins í morgunkaffi áður en þeir hlýddu á fræðsluerindi um mansal.
Drífa Snædal hjá Starfsgreinasambandinu hóf fræðsluna og fór yfir það hvernig stéttarfélög koma að þessu málefni. Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum flutti svo áhugaverðan fyrirlestur um mansal og fór m.a. yfir það hvernig hægt er að bera kennsl á það. Að lokum flutti Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á mannréttindaskrifstofu Rvk erindi sitt.
Ljóst var að trúnaðarmönnunum þótti þetta þörf fræðsla en eins og kom fram á fundinum þrífst mansal á vinnumarkaði á Íslandi og er fræðsla einn mikilvægur liður til að sporna gegn því. Eftir nokkrar umræður var slegið á léttari strengi og skemmti Svavar Knútur trúnaðarmönnum í lok fundar.