Að ósk viðsemjenda hefur undirritun nýs kjarasamnings við ríkið verið frestað um eina viku en fyrirhugað var að ganga frá nýjum kjarasamningi í dag 28. september. Að sögn ríkisins hefur þessi frestun engar efnislegar breytingar í för með sér.Ef breytingar verða á gang viðræðna verða þær birtar á heimasíðu félagsins.Áfram verður stefnt að því að viðræður um aðra kjarasamninga svo sem við hjúkrunarheimili og sveitarfélög geti gengið hratt fyrir sig þegar niðurstaða í kjarasamningi við ríkið liggur fyrir.