Select Page

Fimmta þing Starfsgreinasambands Íslands var haldið dagana 14. og 15. október á Hótel Natura í Reykjavík. Yfirskrift þingsins í ár var „Sterkari saman í 15 ár“ en Starfsgreinasambandið hélt uppá 15 ára afmæli sitt þann 13. október. Á þinginu voru samþykktar tvær yfirlýsingar, annars vegar stuðningsyfirlýsing við baráttu starfsfólksins í RIO Tinto Íslandi og hins vegar yfirlýsing vegna þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru við stofnun Stjórnstöðvar ferðamála, sem og þrjár ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál og kjaramál.

Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (AFL) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður.

Ragnar Ólason, þjónustufulltrúi hjá Eflingu-stéttarfélagi var kjörinn í Framkvæmdastjórn sambandsins ásamt þeim Aðalsteini Á. Baldurssyni (Framsýn stéttarfélag), Halldóru Sveinsdóttur (Báran stéttarfélag), Kolbeini Gunnarssyni (Vlf. Hlíf) og Sigurði A. Guðmundssyni (Vlf. Snæfellinga).

Efling-stéttarfélag á aðild að Starfsgreinasambandi Íslands (SGS)  sem er landssamband almenns og sérhæfðs verkafólks. SGS er stærsta landssamband innan ASÍ, en 19 verkalýðsfélög þar með talið Efling-stéttarfélag eiga aðild að sambandinu með um 50 þúsund félagsmenn.

thing_SGS_2015

Nýkjörin framkvæmdastjórn SGS ásamt Drífu Snædal framkvæmdastjóra SGS

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere