Select Page

hjúkrunarheimili undirrituna

 

 

 

 

 

 

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem tekur til um tvö þúsund félagsmanna í Eflingu, Hlíf og VSFK. Kjarasamningurinn er sambærilegur við nýjan kjarasamning félaganna við ríkið og gildir hann afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.

• Kjarasamningurinn felur í sér verulegar launahækkanir við upphaf samnings þar sem að launataxtar hækka um 25.000 kr. eða að meðaltali um 9,78%.

• Launataxtar hækka að lágmarki um 15.000 kr. 1. júní 2016 auk leiðréttingar á launatöflu sem jafngildir 5,9% hækkun að meðaltali. 

• Þann 1. júní 2017 hækka launataxtar um 4,5%

• Þann 1. júní 2018 hækka laun um 3%.

• Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 45.000, miðað við þá sem eru í fullu starfi 1. janúar 2019 og hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.

• Lagt verður árlega allt að 1% viðbótarfjármagn til stofnanasamninga árin 2016 – 2018.

• Framlag í fræðslusjóð eykst um 0,15% og verður 0,82% sem er mjög jákvætt skref til þess að efla félagsmenn enn frekar í starfi.

• Tekjutryggingin hækkar um 86.000 kr. á samningstímanum og verður komin í 300.000 kr. l. maí 2018.

• Orlofsuppbót hækkar um 21,5% á samningstímanum og fer í 42.000 kr. við upphaf samnings en verður komin í 48.000 kr. í lok samnings.

• Desemberuppbót hækkar um tæplega 21% og fer í 78.000 kr. á árinu 2015 en 89.000 kr. í lok samningstíma.

Ítarlegur kynningarbæklingur verður sendur heim til félagsmanna auk atkvæðaseðils og eru félagsmenn hvattir til að nýta sér atkvæðisrétt sinn. Auk þess verða kynningafundir um kjarasamninginn auglýstir nánar á heimasíðu stéttarfélaganna.
Niðurstöður atkvæðagreiðslu liggja fyrir þann 13. nóvember næstkomandi.
Samninginn í heild sinni má nálgast hér.

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere