Select Page

Það er ánægjulegt að segja frá því að starfsmenntasjóðurinn Starfsafl, sem er í eigu Eflingar, Hlífar, VSFK og Samtaka atvinnulífsins,  styrkti vinnu við endurskoðun á námsefni og svæði Björgunarskólans á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar ásamt sjóðunum Landsmennt og SVS.

Endurskoðun efnisins var hluti af samstarfssamningi milli Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og VAKANS um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Markmiðið með samningnum er að bæta námsframboð og þjálfun starfsmanna í afþreyingarferðaþjónustu á Íslandi með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru í VAKANUM – gæðakerfi ferðaþjónustunnar.

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) höfðu frumkvæði að því að efla samstarf milli ofangreindra aðila með það fyrir augum að aðlaga betur fjölbreytt námsefni Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar og heimasíðu að þörfum ferðaþjónustunnar.

Tíu algengustu námskeiðin á vegum Björgunarskólans voru endurskoðuð sem sérstaklega eru ætluð ferðaþjónustunni, m.a. með áherslu á forvarnir og öryggismál. Þetta eru m.a. fyrirbyggjandi námskeið með það að markmiði að efla fagmennsku á sviði afþreyingarferðamennsku í ferðaþjónustu.

Byggt á frétt á vef Samtaka ferðaþjónustunnar en lesa má nánar um samninginn á vef þeirra.

ferdathonusta_samningur

Frá undirritun samstarfssamnings um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Þorvaldur Friðrik Hallsson, varaformaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF og Áslaug Briem, verkefnastjóri gæðamála hjá Ferðamálastofu. Mynd: Samtök ferðaþjónustunnar

 

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere