Fimmta þing Starfsgreinasambands Íslands var haldið dagana 14. og 15. október á Hótel Natura í Reykjavík. Yfirskrift þingsins í ár var „Sterkari saman í 15 ár“ en Starfsgreinasambandið hélt uppá 15 ára afmæli sitt þann 13. október. Á þinginu voru samþykktar tvær yfirlýsingar, annars vegar stuðningsyfirlýsing við baráttu starfsfólksins í RIO Tinto Íslandi og hins vegar yfirlýsing vegna þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru við stofnun Stjórnstöðvar ferðamála, sem og þrjár ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál og kjaramál.Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (AFL) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður.Ragnar Ólason, þjónustufulltrúi hjá Eflingu-stéttarfélagi var kjörinn í Framkvæmdastjórn sambandsins ásamt þeim Aðalsteini Á. Baldurssyni (Framsýn stéttarfélag), Halldóru Sveinsdóttur (Báran stéttarfélag), Kolbeini Gunnarssyni (Vlf. Hlíf) og Sigurði A. Guðmundssyni (Vlf. Snæfellinga).Efling-stéttarfélag á aðild að Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) sem er landssamband almenns og sérhæfðs verkafólks. SGS er stærsta landssamband innan ASÍ, en 19 verkalýðsfélög þar með talið Efling-stéttarfélag eiga aðild að sambandinu með um 50 þúsund félagsmenn.Nýkjörin framkvæmdastjórn SGS ásamt Drífu Snædal framkvæmdastjóra SGS