Betri vinnubrögð – aukinn ávinningur
Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga þann 27. október sl. Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Með samkomulaginu er lagður grunnur að sátt á vinnumarkaði, auknu samstarfi og minni átökum. Ennfremur er stefnt að auknum efnahagslegum og félagslegum stöðugleika í landinu.Nánar má lesa um samkomulagið á vef ASÍ.