Select Page

Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan – eru verðmætin í jafnréttinu falin?

Jafnréttisnefnd ASÍ býður til ráðstefnu 12. nóvember 2015 kl. 10:00 – 16:00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura

Í ár eru 40 ár frá því að íslenskar konur lögðu niður störf þann 24. október til að sýna fram á mikilvægi   vinnuframlags þeirra og krefjast bættra kjara. 60 ár eru frá því að fyrsta jafnlaunaráðstefna ASÍ var haldin, þar sem fjallað var um kjör kvenna. Í ár fagna íslenskar konur 100 ára afmæli kosningaréttar og á næsta ári fagnar Alþýðusamband Íslands 100 ára afmæli sínu.

Skráning fer fram á heimasíðu ASÍ fyrir 9. nóvember, sjá hér.

 

DAGSKRÁ

10:00     Setning Signý Jóhannesdóttir, formaður jafnréttisnefndar ASÍ

Ávarp Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

Fæðingarorlof – árangur í glatkistuna? Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði við HÍ

Árekstrar vinnu og heimilis í hruni og endurreisn Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi við HÍ

Rödd úr raunveruleikanum Valgeir Sveinn Eyþórsson, Afl Starfsgreinafélag

Kynbundið náms- og starfsval Sif Einarsdóttir, prófessor við HÍ

12:00     Hádegisverður

12:45     Sjálfmynd stelpna Kristín Tómasdóttir, rithöfundur

Launajafnrétti og jafnlaunastaðall Maríanna Traustadóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ

Er jafnrétti í augsýn? Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR

Staða kynjanna í Fjallabyggð fyrir og eftir Héðinsfjarðargöng Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, félagsfræðingur við HA

14:30     Kaffihlé

14:45     Er verkalýðshreyfingin í raun fyrir ungt fólk á vinnumarkaði? Hrönn Jónsdóttir, Grafía, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum

Á fólk að segja sig til sveitar? Erna Indriðadóttir, ritstjóri Lifðu núna

Snjókorn Valgerður Bjarnadóttir, hugsjónakona

Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere