Select Page

RVK_1311_2

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg föstudagskvöldið 13. nóvember síðastliðinn. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.
Samningurinn felur í sér eftirfarandi launabreytingar:
• Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.
• Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 6%.
• Þann 1. júní 2017 kemur ný launatafla þar sem lífaldursþrep falla niður en starfsaldursþrep koma inn í staðinn. Auk þess er tenging starfsmats við launatöflu breytt.
• Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 3%.
• Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 40.000, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019 og hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.
Þá hækkar desemberuppbót um 22,1% á samningstímanum og fer í 97.100 kr. í lok samnings og orlofsuppbætur um 21,5% verða 48.000 kr í lok samningstímans.
Atkvæðagreiðsla hefst 20. nóvember og atkvæði þurfa að hafa borist fyrir þriðjudaginn 1. desember nk. kl. 12.00 en síðar þann dag verður niðurstaðan kynnt.

Hægt er sjá samninginn í heild sinni hér.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere