Select Page

Flóafélögin Efling, Hlíf og VSFK

Atkvæði voru í dag talin í póstatkvæðagreiðslu Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar og VSFK um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu – SFV sem undirritað var þann 20. október sl. Samkomulagið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða rúmlega 90% atkvæða. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:

Já sögðu 393 eða 90,6% þeirra sem atkvæði greiddu
Nei sögðu 40 eða 9,2%

Auðir seðlar og ógildir voru 1.

Samkvæmt þessum úrslitum er samkomulagið samþykkt. Á kjörskrá voru alls 1.873 félagsmenn. Atkvæði greiddu 434 eða 23,2%.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðum félaganna um innihald samkomulagsins, sjá hér á heimasíðu Eflingar.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere