Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg föstudagskvöldið 13. nóvember síðastliðinn. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.Samningurinn felur í sér eftirfarandi launabreytingar:• Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.• Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 6%.• Þann 1. júní 2017 kemur ný launatafla þar sem lífaldursþrep falla niður en starfsaldursþrep koma inn í staðinn. Auk þess er tenging starfsmats við launatöflu breytt.• Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 3%.• Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 40.000, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019 og hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.Þá hækkar desemberuppbót um 22,1% á samningstímanum og fer í 97.100 kr. í lok samnings og orlofsuppbætur um 21,5% verða 48.000 kr í lok samningstímans.Atkvæðagreiðsla hefst 20. nóvember og atkvæði þurfa að hafa borist fyrir þriðjudaginn 1. desember nk. kl. 12.00 en síðar þann dag verður niðurstaðan kynnt.Hægt er sjá samninginn í heild sinni hér.