Atkvæði voru í dag talin í póstatkvæðagreiðslu Eflingar – stéttarfélags um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var þann 20. nóvember sl. Kjarasamningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða eða 93% atkvæða. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:Já sögðu 196 eða 93% þeirra sem atkvæði greidduNei sögðu 14 eða 6,6%Auðir seðlar og ógildir voru 1 eða 0,4%Samkvæmt þessum úrslitum er samkomulagið samþykkt. Á kjörskrá voru alls 831 félagsmenn. Atkvæði greiddu 211 eða 24,5%.Nánari upplýsingar um samninginn má sjá hér. Kjörstjórnin að störfum.