Starfsmenn Sólningar um úrskurð Kjararáðs: Mótmæla óraunhæfum launahækkunum

Lýsa græðgi og siðleysi

Starfsmenn Sólningar sem eru félagsmenn Eflingar-stéttarfélags hafa sent frá sér hörð mótmæli vegna nýjasta úrskurðar Kjararáðs þar sem úrskurðað er um launakjör dómara, héraðsdómara og hæstaréttardómara. Starfsmennirnir mótmæla óraunhæfum launahækkunum dómara, bankastjóra og stórhækkuðum stjórnarlaunum í tryggingafélögum. Stjórn Eflingar tekur undir þessi mótmæli. Starfsmenn Sólningar hvetja félagsmenn Eflingar til að opna umræðuna um þetta mál.

Mótmælin fara hér á eftir.

solningVið starfsmenn Sólningar mótmælum þeim óraunhæfu launahækkunum sem Kjararáð hefur fært  dómurum og bankastjórum auk þess sem við mótmælum sjálftöku stjórnarmanna í stórhækkuðum stjórnarlaunum í tryggingafélögum. Þessar launahækkanir eru ekki í neinum takti við raunveruleikann en lýsa frekar græðgi og siðleysi. Við hvetjum aðra félaga til þess að opna umræðuna um þetta mál.

Undir þetta bréf rita 16 félagsmenn Eflingar sem eru starfsmenn Sólningar.

 

 

 

Hluti Eflingarfélaga sem vinna hjá Sólningu, Smiðjuvegi.