Meiri vigt í aðgerðunum

Yfirleitt er hægt að sjá það strax hvort staðurinn sé í lagi eða ekki, það kemur með reynslunni, segir Tryggvi Marteinsson, starfsmaður Eflingar í vinnustaðaeftirliti. Í eftirlitinu spjöllum við við fólk, athugum hvort allir séu með vinnustaðaskírteini og skráum starfsfólk á staðnum í gagnagrunn. Þeir sem hafa aðgang að þessum gagnagrunni eru Vinnumálastofnun, Ríkisskattstjóri, Tryggingastofnun og Útlendingastofnun og skoða þessar stofnanir reglulega gagnagrunninn og bera saman við sína. Vinnumálastofnun sér t.d. hvort fólk sé að vinna sem þiggur bætur, við sjáum hvort félagsgjald komi af starfsfólki og svo er alltaf eitthvað um útlendinga sem koma hingað sem ferðamenn og vinna í stuttan tíma. Þá eru þeir ekki með kennitölu og Útlendingastofnun skoðar þannig mál. Tryggvi segir mismunandi hversu lengi er staldrað við hverju sinni á vinnustöðunum. Það er misjafnt eftir því hvernig stendur á. Ef það er annatími þá stoppar maður stutt og er ekki fyrir en annars spjöllum við við fólk um kaup og kjör, réttindi og skyldur.vinnustadaeftirlit2 Nú er að byrja aukið eftirlit með vinnustöðum þar sem stéttarfélögin, Vinnumálastofnun og ríkisskattstjóri ætla að taka höndum saman í nýju átaki Einn réttur – ekkert svindl. Það sem breytist með átakinu er að opinberar stofnanir verða sýnilegri í vinnustaðaeftirlitinu með fulltrúum stéttarfélaganna. Skatturinn gæti t.d. komið með okkur og lögreglan haldið vörð á meðan farið er yfir allt. Það verður meiri vigt í aðgerðunum en áður.Þeir sem brjóta lög eiga að tapa á því En hvað vill Tryggvi sjá öðruvísi gert? Ég vil sjá miklu hertari viðurlög við brotum. Mér finnst að þegar menn brjóti lög eigi þeir að tapa á því og þeir sem fylgi lögum eigi að græða, í dag er þessu öfugt farið. Hann segist binda vonir um að skatturinn fái auknar heimildir. Ég vona að einn daginn geti þeir bara lokað þeim stöðum sem standa sig ekki. Í dag skipta menn bara um kennitölur og halda áfram. Þetta er samt allt í áttina. Það eru viðurlög við því að hafa ekki vinnustaðaskírteini, allt að 100 þúsund kr. á dag.Þeir sem eru í lagi fagna eftirliti Samskiptin eru langoftast vingjarnleg, segir Tryggvi aðspurður á hvaða nótum samskiptin eru í vinnustaðaeftirliti. Það má ekki hindra okkur í að koma á staðinn og ef það gerist, hringjum við í lögregluna. Ef fyrirtækið er rekið sæmilega, fagna menn eftirliti því þeir vita af öðrum sem borga ekki sitt og eru í óheiðarlegri samkeppni. Ef aftur á móti menn eru með allt niður um sig, þá vilja þeir ekki eftirlit af neinu tagi inn til sín. Við þekkjum líka til staðanna og vitum nokkuð hvar þetta er í lagi og hvar ekki, segir Tryggvi að lokum.