Aukin bjartsýni meðal félagsmanna

24. 02, 2016

Árlega framkvæmir Gallup viðhörfskönnun meðal félagsmanna Flóafélaganna. Að þessu sinni var könnunin eingöngu framkvæmd fyrir almenna samningssviðið, þar sem að niðurstöður kjarasamninga á opinbera sviðinu lágu ekki fyrir þegar könnunin fór fram.Almennt má greina aukna bjartsýni meðal félagsmanna en þó vekur áhyggjur hversu lágt hlutfall félagsmanna býr í eigin húsnæði. Aukna bjartsýni má merkja af því að fleiri eru komnir í vinnu og þrátt fyrir aukna spennu á vinnumarkaði, lengist vinnutími fólks ekki almennt og fólk telur í auknum mæli að aukið svigrúm sé til að hækka launin. Launaviðtöl þeirra sem leita eftir þeim virðast í meirihluta tilvika skila árangri í hækkun launa.Meðalheildarlaun karla eru nú 443 þúsund krónur á mánuði og meðalheildarlaun kvenna um 341 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Þá eru konur ósáttari með laun sín en karlar. Þær telja að um 20% vanti upp á til þess að laun þeirra séu sanngjörn á meðan karlar telja að um 14% vanti þar upp á. Margt athyglisvert má lesa út úr könnuninni sem birt er í heild á heimasíðunni hér að neðan.Konur eru með 77% af launum karla í heildarlaun á mánuði að meðaltaliKarlar hafa að meðaltali um 102 þúsund krónum hærri heildarlaun en konur fyrir fullt starf. Heildarlaun karla í fullu starfi eru að meðaltali 443.000 kr. á mánuði og 341.000 kr. hjá konum.Þegar spurt var hver væru sanngjörn laun fyrir vinnu viðkomandi, þá töldu karlar að þau þyrftu að vera 63 þúsund krónum hærri og konur 69 þúsund krónum hærri að meðaltali á mánuði en nú er. Munurinn á dagvinnulaunum karla og kvenna er mun minni en á heildarlaunum eða 42.000 krónur á mánuði. Karlar eru að meðaltali með 320.000 kr. á mánuði í dagvinnulaun á meðan konur eru að með 278.000 kr. í dagvinnulaun fyrir fullt starf.Konur telja að meðaltali að um 20% vanti upp á til þess að laun þeirra séu sanngjörn á meðan mat karla að meðaltali er að það vanti um 14% upp á laun sín.Lægstu dagvinnulaun í ræstinguAf einstaka starfsstéttum eru starfsmenn sem vinna við ræstingar með lægstu dagvinnulaunin eða 262.000 kr. á mánuði að meðaltali og eru um helmingur ræstingafólks með minna en 250.000 krónur á mánuði að meðaltali í dagvinnulaun. Heildarlaun ræstingafólks eru einnig lægst eða að meðaltali 325.000 kr. fyrir fullt starf. Um 36% ræstingafólks er með undir 300.000 kr. á mánuði í heildarlaun. Þá hlýtur það að vekja upp frekari vangaveltur að yfir helmingur ræstingafólks segist ekki fá neinar viðbótargreiðslur svo sem yfirvinnu- eða vaktaálagsgreiðslur en segist á sama tíma hafa unnið utan dagvinnutíma.Sérfræðingar eru með hæstu heildarlaunin eða 494.000 kr. á mánuði að meðaltali en fast á hæla þeirra koma bílstjórar/tækjamenn með 473.000 kr. á mánuði að meðaltali í heildarlaun.Hátt hlutfall félagsmanna með greiðslur til viðbótar við dagvinnulaunTveir af hverjum þremur félagsmönnum segist vera með aðrar greiðslur til viðbótar við dagvinnulaun, svo sem yfirvinnugreiðslur, vaktaálag, bónus, fæðishlunnindi eða bílastyrk. Hlutfallið er hæst meðal bílstjóra/tækjamanna eða 86% en lægst meðal ræstingafólks eða 45%.Launaviðtöl skila árangri Um þriðjungur svarenda fór í launaviðtal á síðasta ári og af þeim sögðust tveir af hverjum þremur að það hefði skilað sér í launahækkun umfram kjarasamningsbundnar hækkanir.Þá töldu yfir 65% félagsmanna að atvinnurekandi þeirra hefði mikið svigrúm til að greiða hærri laun en þeir voru með. Hlutfallið var hæst meðal starfsfólks í ræstingu eða 76% og 73% í fiskvinnslu.Karlar vinna að meðaltali um 5 klukkustundum lengur á viku en konurHeildarvinnutími félagsmanna í fullu starfi hefur minnkað lítillega milli ára og er nú að meðaltali rétt tæplega 46 klst. Karlar í fullu starfi vinna að meðaltali 47,5 klst. og konur 42,7 klst.Bílstjórar/tækjamenn vinna lengstan vinnudag eða tæplega 51 klst. á viku. Þá eru byggingastarfsmenn með tæplega 50 klst. á viku.Um 15% segjast vera í fleiri en einu starfi og af þeim sem eru í fullu starfi er hlutfallið 11% sem vinnur annað starf að auki.Aukin bjartsýni meðal félagsmannaYfir sjö af hverjum tíu telja starfsöryggi sitt vera mjög eða frekar mikið frá því að vera sex af hverjum tíu árið áður. Hér skera starfsmenn í byggingariðnaði sig úr þar sem 80% þeirra telja sig búa við mikið starfsöryggi.Þá ríkir mun meiri bjartsýni en árið áður meðal félagsmanna til þess að auðvelt væri fyrir þá að fá aðra vinnu með svipuð kjör og þeir væru með. Þannig svöruðu 57% þeirra sem starfa við veitingastörf og eins ræstingar að þeir ættu auðvelt með að skipta um vinnu án þess að lækka í tekjum.Mun fleiri félagsmenn eru nú sáttari með laun sín en árið áður eða tæplega þriðjungur en einungis 22% félagsmanna voru sáttir með laun sín árið áður. Starfsfólk í ræstingu er ósáttast með laun sín þar sem 56% þeirra segjast vera ósáttir en 41% félagsmanna í heild er ósátt með laun sín.Dregið hefur úr áhyggjum félagsmanna vegna fjárhagslegs óöryggis milli ára en um 45% félagsmanna hafa miklar áhyggjur nú en hlutfallið var 52% árið áður.Hátt hlutfall ungs fólks í leiguhúsnæðiInnan við helmingur félagsmanna í Flóanum býr í eigin húsnæði og er þetta hlutfall enn lægra meðal félagsmanna Eflingar eða 43%. Ungt fólk sker sig hér sérstaklega úr þar sem einungis 41% á aldrinum 25 til 34 ára búa í eigin húsnæði og 4% á aldrinum 18 til 24 ára. Þessi niðurstaða endurspeglar aðrar upplýsingar sem við höfum um hve illa þessi aldurshópur hefur farið út úr afleiðingum hrunsins eftir 2008.Fleiri frá vegna veikindaStöðug aukning veikindafrávika meðal félagsmanna hefur verið milli ára sem leiðir hugann að því hvort hér séu áhrif síaukins vinnuálags að gera vart við sig. Um helmingur félagsmanna var frá vegna veikinda á síðustu 3 mánuðum en 43% árið áður og 38% 2011. Starfsfólk í fiskvinnslu var oftast frá vegna veikinda þar sem 64% þeirra sögðust hafa verið frá vegna veikinda á síðustu 3 mánuðum.Margt fleira athyglisvert í könnuninniHægt er sjá könnunina í heild sinni hér. Um könnuninaMarkmiðið var að kanna kjör og viðhorf félagsmanna Eflingar, Hlífar og VSFK á almenna vinnumarkaðnum.Könnunin var framkvæmd desember 2015 til janúar 2016.Síma og netkönnum meðal 3000 félagsmanna með íslenskum, pólskum og enskumælandi spyrlumEndanlegt úrtak 2386 en svarendur alls 997 og svarhlutfall er 42%