Efling býður upp á nýjan fyrirlestur frá Ásgeiri Jónssyni sem er ætlað að sýna fram á að fólk sem skarar framúr er í grunneðli ekkert öðruvísi en við hin og munurinn liggur fyrst og fremst í viðhorfi sem við getum auðveldlega tileinkað okkur.Meðal þess sem farið verður yfir: Hvað hindrar okkur í því sem okkur langar til að gera? Skiptir hugarfar og jákvæðni miklu máli þegar afburðaárangur er annars vegar? Er öll þekking af hinu góða? Mikilvægi markmiða og þess að hafa framtíðarsýn? Hvað er það sem kemur í veg fyrir að við lifum lífinu án takmarkana? Getur uppvöxturinn hindrað okkur í að ná árangri síðar meir? Hvernig á að takast á við úrtölufólkið? Hvernig setningin að vera sigurvegari í sínu lífi á við um ALLA og er ekki bundin við íþróttamenn. Hvað getur þú gert ef þú trúir ekki á nein takmörk – There are no limits!Ásgeir Jónsson stofnaði fyrirtækið Takmarkalaust Líf ehf. á vormánuðum árið 2011. Ásgeir er með með NLP Practitioner gráðu frá BrUen og er alþjóðlega vottaður markþjálfi (Coach) frá Háskólanum í Reykjavík (CEG Core Essentials Graduate).Boðið verður upp á fyrirlesturinn þriðjudaginn 15. mars frá kl. 18:00–19:00.Kennt er hjá Eflingu, Sætúni / Guðrúnartúni 1, 4. hæð.Skráning er í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is.Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.