Faghópar félags- og leikskólaliða héldu ársfund

15. 04, 2016

Faghópar leikskóla- og félagsliða í Eflingu-stéttarfélagi héldu ársfund sinn mánudaginn 11.apríl 2016 í húsnæði Eflingar, Sætúni 1. Fyrirkomulag var þannig að fyrst héldu hóparnir sinn ársfund sitt í hvoru lagi og sameinuðust svo í skemmtilegum fyrirlestri Eyþórs Eðvarðssonar um það sem er Stranglega bannað. Þar var á ferðinni bráðskemmtilegur og hressandi fyrirlestur um allt það sem ekki má í daglegum samskiptum.

leikskolalidar_arsfundurLeikskólaliðum fjölgar
Faghópur leikskólaliða er nú að hefja sitt níunda starfsár og hefur leikskólaliðum hjá Eflingu fjölgað stöðugt á þessum tíma og eru nú 215 útskrifaðir og 40 í námi.

Á fundinum fór Aðalbjörg Jóhannesdóttir yfir ársskýrslu leikskólaliða og kosning stjórnar fór fram þar sem Harpa Ásgeirsdóttir og Aðalbjörg Jóhannesdóttir buðu sig aftur fram til tveggja ára. Það voru engin mótframboð því sjálfkjörið. Sigurrós Kristinsdóttir er áfram tengiliður leikskólaliða við Eflingu.

Löggilding starfsheitisins í brennidepli hjá félagsliðum
Á fundi Faghóps félagsliða var farið yfir ársskýrsluna ásamt því sem kosið var í stjórn. Talsverðar breytingar urðu á stjórninni þar sem þrír nýir félagsliðar gáfu kost á sér og voru sjálfkjörnar, það eru Dagný Björg Helgadóttir, Kristín Þorsteinsdóttir og Signe Reidun Skarsbö. Fyrir í stjórn eru Kristín Björnsdóttir og Lilja Eiríksdóttir.

felagslidar_arsfundur2016Það sem hefur verið í brennidepli hjá félagsliðum er löggilding starfsheitsins en félagsliðar hafa barist fyrir því að verða löggilt heilbrigðisstétt um árabil en lítið hefur gengið. Fulltrúar félagsliða gengu á fund heilbrigðisráðherra í nóvember 2015 til að tala fyrir löggildingu en engar fréttir hafa borist af framgangi málsins.

Því var ákveðið í mars 2016 að birta opinberlega áskorun til heilbrigðisráðherra um löggilda starfsheitið félagsliði. Krafan um löggildingu er sterk innan stéttarinnar enda ólíðandi að félagsliðar sitji ekki við sama borð og sambærilegar stéttir. Löggilding félagsliða er ekki bara mikilvæg fyrir framgang stéttarinnar heldur ekki síst fyrir gæði þjónustu við þann vaxandi hóp sem þarf á aðstoð að halda.