Select Page

asi-ungFöstudaginn 23. september verður haldið fjórða þing ASÍ-UNG en þingið sækja þeir sem eru 35 ára og yngri og eru í aðildarfélögum ASÍ. Þingið verður haldið í Rafiðnaðarskólanum, Stórhöfða 27.

Á þinginu verður farið yfir stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði sem og samtvinningu vinnu og fjölskyldulífs. Einnig ætlar hópurinn að rýna í stöðu ungs fólks innan hreyfingarinnar og hvernig virkja má hóp 35 ára og yngri betur.

Alma Pálmadóttir trúnaðarmaður hjá þjónustuíbúð aldraðra Dalbraut, Reykjavíkurborg, Kristinn Örn Arnarson, trúnaðarmaður hjá Lýsi hf. og Ingólfur Björgvin Jónsson, þjónustufulltrúi Eflingar og stjórnarmaður ASÍ – UNG mæta sem fulltrúar Eflingar.

Viðtal var við Ingólf um starf ASÍ- UNG í síðasta fréttablaði Eflingar og geta áhugasamir lesið það hér.

Dagskrá þingsins

Dagskrá:

 • 9:45 – 10:15                      Innskráning
 • 10:15 – 10:20                     Þingsetning
 • 10:20 – 10:25                     Ávarp forseta ASÍ
 • 10:25 – 10:45                     Hrönn Jónsdóttir ræðir forsögu ASÍ-UNG og fer yfir starfið. Einnig fer hún með jafnréttiserindi.
 • 10:45 – 11:00                     Gréta Sóley Sigurðardóttir mótmælti óréttlæti á vinnumarkaði í hinum svokallaðaLebowskimáli. Hún segir okkur söguna sína.
 • 11:00 – 11:15                     Uppistand – Dóri DNA skemmtir okkur með sínum frábæra húmor.
 • 11:15 – 11:30                     Kaffipása.
 • 11:30 – 11:35                     Lagabreyting
 • 11:35 – 11:55                     Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ – Staða ungs fólk á húsnæðismarkaði.
 • 11:55 – 12:15                     Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, vinnumarkaðurinnog fjölskyldan.
 • 12:15 – 12:45                     Hádegismatur
 • 12:45 – 13:00                    Undirbúningur hópavinnu
 • 13:00 – 14:30                     Hópavinna – Hvernig sjáum við framtíð ungs fólks í hreyfingunni?
 • 14:30 – 14:45                     Kaffipása
 • 14:45 – 15:15                     Niðurstöður úr hópavinnu
 • 15:15 – 15:30                     Kosningar
 • 15:30 – 15:45                     Önnur mál 
 • 15:45 – 16:00                     Þingslit

 

 • 18:00                                  „Vísindaferð“ hjá ASÍ, Guðrúnartúni 1.
 • 19:30                                  Kex Hostel matur
Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere