Stjórn Eflingar-stéttarfélags hefur samþykkt að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal sjómanna í félaginu um boðun verkfalls.Sjómenn hafa verið samningslausir allt frá því í ársbyrjun 2011, þegar samningar losnuðu og hefur deilan verið undir stjórn sáttasemjara frá 22. maí 2012. Sjómannasamband Íslands fyrir hönd aðildarfélaga sína hefur síðan þá reynt að ná samningum við SFS og eftir samningaumleitanir í sumar ásamt vilyrði fjármálaráðherra um skattaívilnanir til sjómanna var skrifað undir samning. Hann var felldur af sjómönnum og í kjölfarið fór SSÍ yfir það hvaða atriði þyrftu að koma til viðbótar hinum fellda samning til að hægt væri að fá hann samþykktan meðal sjómanna. Eftir fundahöld með fulltrúum SFS lögðu þeir að lokum fram tillögur 
- Takið þátt í atkvæðagreiðslunni
- Greiðið atkvæði núna
- Leiðbeiningar um meðferð atkvæðaseðilsins eru prentaðar neðst á seðilinn
- Póstleggið SVARSENDINGAR umslagið í næsta póstkassa sem allra fyrst