
Á námskeiðinu fá félagsmenn tækifæri til að læra um styrkleika sína, langanir og markmið og skoða eigin lausnir og leiðir til að ná því. Leiðbeinandi opnar fyririnnihaldsríkar samræður og nálgast þátttakendur með léttleika og á persónulegan hátt. Þannig fær einstaklingurinn í hópnum að njóta sín og lærir að láta ljós sitt skína í öruggu og vinsamlegu umhverfi.Námskeiðið verður í 4 skipti kl. 18.30-21.30 þriðjudaga og fimmtudaga 27., 29. sept., 4. og 6. október 2016 (2 vikur). Kennt verður í húsnæði Eflingar Guðrúnartúni/Sætúni 1, 4. hæð og geta félagsmenn Eflingar skráð sig í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.isNámskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu – hámarksfjöldi 20 manns.