Select Page
Eltu draumana, hver ert þú, hvað vilt þú? Ásgeir Jónsson hjá Takmarkalaust líf býður ungum félagsmönnum Eflingar upp á árangursríkt námskeið til þess að móta sér skíra framtíðarsýn og hrinda henni í framkvæmd.

Námskeiðið verður haldið 18., 20. og 25. október frá kl. 18:30 -21:30. Kennt er hjá Eflingu, Sætúni / Guðrúnartúni 1, 4. hæð.

Meðal þess sem fjallað er um á þessu skemmtilega námskeiði er markmiðasetning og mikilvægi þess að móta sér sýn fyrir hvað viðkomandi vill standa fyrir í lífinu.  Öflug sjálfsþekking með aðstoð spurningatækni markþjálfunar.  Mikill áhersla er lögð á framkvæmdagleðina þ.e. hugarfarsbreytingu til framkvæmda.

Af hverju nýtum við ekki tækifærin í lífinu þegar þau gefast? Bendum við á aðra, erum ekki með rétt viðhorf eða þorum við kannski ekki að elta drauma okkar, segir Ásgeir Jónsson.

Nýtt námskeið – 3 kvöld

  • Sjálfsþekking – hver ert þú, hvað vilt þú?ungt-folk_namskeid
  • Markmiðasetning og hugarfarsbreyting til framkvæmda
  • Hvatning, jákvæðni og viðhorf

Skráðu þig í s. 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is.

Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere