Skemmtilegt námskeið fyrir félagsmenn Eflingar á aldrinum 20-30 ára

11. 10, 2016
Eltu draumana, hver ert þú, hvað vilt þú? Ásgeir Jónsson hjá Takmarkalaust líf býður ungum félagsmönnum Eflingar upp á árangursríkt námskeið til þess að móta sér skíra framtíðarsýn og hrinda henni í framkvæmd.

Námskeiðið verður haldið 18., 20. og 25. október frá kl. 18:30 -21:30. Kennt er hjá Eflingu, Sætúni / Guðrúnartúni 1, 4. hæð.

Meðal þess sem fjallað er um á þessu skemmtilega námskeiði er markmiðasetning og mikilvægi þess að móta sér sýn fyrir hvað viðkomandi vill standa fyrir í lífinu.  Öflug sjálfsþekking með aðstoð spurningatækni markþjálfunar.  Mikill áhersla er lögð á framkvæmdagleðina þ.e. hugarfarsbreytingu til framkvæmda.

Af hverju nýtum við ekki tækifærin í lífinu þegar þau gefast? Bendum við á aðra, erum ekki með rétt viðhorf eða þorum við kannski ekki að elta drauma okkar, segir Ásgeir Jónsson.

Nýtt námskeið – 3 kvöld

  • Sjálfsþekking – hver ert þú, hvað vilt þú?ungt-folk_namskeid
  • Markmiðasetning og hugarfarsbreyting til framkvæmda
  • Hvatning, jákvæðni og viðhorf

Skráðu þig í s. 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is.

Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.