Select Page

Skammtar þingmönnum nær þrefaldar launahækkanir miðað við almennar hækkanir

Undanfarið ár hefur verið unnið að því að skapa sátt á vinnumarkaði og leggja þannig grunn að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Flestir stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga hafa tekið undir þá ábyrgu sýn sem felst í breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga og ítrekuðu hana m.a. í stjórnmálaumræðum á nýafstöðnu þingi ASÍ.

Úrskurður Kjararáðs sem kynntur var í gær gengur þvert á þessa orðræðu og brýtur alvarlega gegn öllum skynsemisrökum. Það er ekkert réttlæti í því að laun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna hækki um allt að 75% á þremur árum á sama tíma og almenn laun í landinu hafa hækkað um 29%. Ef horft er til úrskurða kjararáðs á þessu ári er einsýnt að ráðið ætlar sér að koma af stað höfrungahlaupi af áður óþekktri stærðargráðu.

Samninganefnd ASÍ áréttar að kjararáð starfar á ábyrgð Alþingis og ríkisstjórnar. Ef nýkjörið Alþingi vill halda áfram samtali um stöðugleika og sátt á vinnumarkaði verður þingið að koma saman nú þegar og draga þessar hækkanir til baka. Að öðrum kosti verður óstöðugleiki og upplausn á vinnumarkaði í boði Alþingis.

Sjá nánar meðfylgjandi minnisblað

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere