Skrifað undir samning við sjómenn

14. 11, 2016

Í nótt skrifuðu Sjómannasamband Íslands og VerkVest undir kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands kemur fram að félagar þeirra í Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur treystu sér ekki með þeim í þessa vegferð. SSÍ hafi talið sig ekki geta farið lengra með útgerðarmenn að þessu sinni. Verkfallinu verður frestað frá kl. 20:00 á morgun, þriðjudaginn 15. nóvember. Verið er að vinna að kynningarefni um kjarasamninginn sem verður sett inn á heimasíðuna síðar í dag.