Select Page

Atkvæðagreiðslunni um kjarasamninginn milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lauk kl. 12:00 á hádegi í dag. Aðild að samningnum áttu öll aðildarfélög SSÍ að Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga undanskildum.

Á kjörskrá voru 1.098 sjómenn og af þeim greiddu 743 atkvæði eða 67,7%.

Niðurstaðan er þessi:

Já sögðu 177 eða 23,82% þeirra sem greiddu atkvæði.
Nei sögðu 562 eða 75,64% þeirra sem greiddu atkvæði.
Auðir seðlar voru 4 eða 0,54% greiddra atkvæða.

Samkvæmt framansögðu var því samningurinn felldur með meiri hluta greiddra atkvæða. Verkfall hjá félagsmönnum aðildarfélaga SSÍ hefst því kl. 20:00 í kvöld

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere