Aukin tækifæri og meira starfsöryggi – Ný Gallup könnun

15. 12, 2016

[et_pb_section admin_label=“section“][et_pb_row admin_label=“Row“][et_pb_column type=“3_4″][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Aukinnar bjartsýni gætir í nýrri Gallup könnun félagsmanna Flóafélaganna. Aldrei hafa færri mælst án atvinnu eða á uppsagnarfresti en þrátt fyrir aukna spennu á vinnumarkaði, lengist vinnutími fólks ekki almennt. Þó telur meirihluti að svigrúm sé til að hækka launin enn frekar. Launaviðtöl þeirra sem leita eftir þeim virðast í meirihluta tilvika skila árangri í hækkun launa.

Einungis 43% félagsmanna Eflingar býr í eigin húsnæði og tæplega 63% svarenda safnar séreignarsparnaði núna. Þrátt fyrir almenna bjartsýni eru einnig neikvæðar niðurstöður í könnuninni og má þar benda á að fjórir af hverjum fimm fá hvorki vaxtabætur né húsaleigubætur og hópur leikskólastarfsmanna sker sig úr fyrir óánægju með kjör sín.

Meðalheildarlaun karla eru nú 486 þúsund krónur á mánuði og meðalheildarlaun kvenna um 367 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Þá eru konur ósáttari með laun sín en karlar. Þær telja að um 21% vanti upp á til þess að laun þeirra séu sanngjörn á meðan karlar telja að um 14% vanti þar upp á. Margt athyglisvert má lesa út úr könnuninni sem hægt er að skoða í heild sinni hér. 

[/et_pb_text][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_4″][et_pb_testimonial admin_label=“Testimonial“ url_new_window=“off“ quote_icon=“off“ use_background_color=“on“ background_color=“#f5f5f5″ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Einungis 43% félagsmanna býr í eigin húsnæði

[/et_pb_testimonial][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row admin_label=“row“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

[box] Niðurstöður árlegrar Gallup viðhorfskönnunar meðal félagsmanna Flóans liggja nú fyrir. Að þessu sinni bætist fjórða stéttarfélagið í hóp Flóafélaganna eða Stéttarfélag Vesturlands en Efling, Hlíf í Hafnarfirði og VSFK í Keflavík hafa um árabil framkvæmt sameiginlega viðhorfskönnun. Niðurstöðurnar hafa mikla þýðingu fyrir stefnumótun félaganna þar sem að þær endurspegla viðhorf félagsmanna til kjaramála og annarra mikilvægra mála sem koma að starfi stéttarfélaganna. Könnunin nú var framkvæmd fyrir samningssvið bæði almenna og opinbera markaðarins eins og venja er, en rétt er að taka fram að á síðasta ári var könnunin eingöngu framkvæmd fyrir almenna markaðinn þar sem að niðurstöður kjarasamninga á opinbera sviðinu lágu ekki fyrir þegar könnunin fór fram.[/box]

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row admin_label=“Row“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Konur eru með 76% af launum karla í heildarlaun á mánuði að meðaltali

Heildarlaun karla eru að meðaltali 119 þúsund krónum hærri en heildarlaun kvenna fyrir fullt starf. Heildarlaun karla í fullu starfi eru að meðaltali 486.000 kr. á mánuði og 367.000 kr. hjá konum.

Þegar spurt var hver væru sanngjörn laun fyrir vinnu viðkomandi, þá töldu karlar að þau þyrftu að vera 67 þúsund krónum hærri og konur 76 þúsund krónum hærri að meðaltali á mánuði en nú er. Munurinn á dagvinnulaunum karla og kvenna er mun minni en á heildarlaunum eða 45.000 krónur á mánuði. Karlar eru að meðaltali með 353.000 kr. á mánuði í dagvinnulaun á meðan konur eru að meðaltali með 308.000 kr. í dagvinnulaun fyrir fullt starf.

Undanfarin ár hefur einungis lítill hluti félagsmanna Eflingar sem starfar við umönnun átt þess kost að vinna fullt starf og því kemur ekki á óvart að meðalfjöldi vinnustunda í þessum hópi er lægstur eða 35,9 klst. á viku en meðaltal fjölda vinnustunda hjá öllum svarendum er 43,1 klst. Meðaltal heildarlauna fyrir fullt starf í umönnun er 396.000 kr. en sú tala endurspeglar í raun lítinn hluta þess hóps sem starfar í umönnun þar sem flestir eru í hlutastörfum og vinna í vaktavinnu.

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row admin_label=“Row“][et_pb_column type=“3_4″][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Lægstu heildarlaunin hjá leikskólastarfsmönnum

Af einstaka starfsstéttum eru starfsmenn sem vinna við ræstingar með lægstu dagvinnulaunin eða 275.000 kr. á mánuði að meðaltali en starfsmenn á leikskólum eru með lægstu heildarlaunin að meðaltali fyrir fullt starf eða 330.000 kr.

Bílstjórar eru með hæstu heildarlaunin eða 542.000 kr. á mánuði að meðaltali en þeir vinna einnig lengstan vinnudag eða 53,7 klukkustundir á viku að meðaltali. Heildarvinnutími félagsmanna í fullu starfi er 46,9 klst. að meðaltali.

Vinnuálag mest hjá leikskólastarfsmönnum

Ríflega sjö af hverjum tíu starfsmönnum sem vinna á leikskóla telja að vinnuálagið sé of mikið en um helmingur allra félagsmanna svarar því til að vinnuálagið sé of mikið. Athyglisvert er að skoða það í samhengi við hátt hlutfall leikskólastarfsmanna sem telja að það sé auðvelt fyrir þá að fá aðra vinnu á svipuðum kjörum eða 73% en starfsaldur leikskólastarfsmanna er mun hærri en hjá félagsmönnum almennt eða 10 ár.

[/et_pb_text][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_4″][et_pb_testimonial admin_label=“Testimonial“ url_new_window=“off“ quote_icon=“off“ use_background_color=“on“ background_color=“#f5f5f5″ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Starfsmenn á leikskólum með lægstu heildarlaunin en mesta starfsálagið

[/et_pb_testimonial][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row admin_label=“Row“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_image admin_label=“Image“ src=“https://efling.is/wp-content/uploads/2016/07/bordi_felagid.jpg“ show_in_lightbox=“off“ url_new_window=“off“ use_overlay=“off“ animation=“left“ sticky=“off“ align=“left“ force_fullwidth=“off“ always_center_on_mobile=“on“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“ /][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row admin_label=“Row“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Launaviðtöl skila árangri

Tækifæri til að hækka launin

Um þriðjungur svarenda fór í launaviðtal á síðasta ári og af þeim sögðust um 60% að það hefði skilað sér í launahækkun umfram kjarasamningsbundnar hækkanir.

Yngra fólk var duglegra en þeir eldri að spyrja um launahækkanir og karlar fóru frekar í launaviðtöl en konur. Ef horft er á atvinnugrein þar sem kynjahlutföll eru nokkuð jöfn eins og í hótel- og veitingageira má sjá að karlar eru heldur duglegri að fara í launaviðtöl en konur og þeir sögðu einnig í ríkari mæli en konur að launaviðtalið hafi skilað þeim hækkun umfram kjarasamningsbundnar hækkanir. Konur í fullu starfi eru með 15% lægri heildarlaun en karlar í þessari atvinnugrein.

Aukin atvinnutækifæri

Starfsöryggi hefur aukist milli ára og hefur ekki verið meira frá því fyrir hrun. Þá telja mun fleiri að það sé auðveldara að fá aðra vinnu með svipuðum kjörum en fyrir tveimur árum. Í ár töldu 55% að það væri auðvelt að skipta um vinnu án þess að lækka í tekjum en fyrir tveimur árum töldu 35% félagsmanna Flóans að það væri auðvelt. Þá var einungis 1% svarenda án atvinnu en það hlutfall hefur ekki verið lægra síðan fyrir efnahagshrunið 2008. Starfsaldur fer lækkandi sem bendir til meiri nýráðninga og aukins hreyfanleika í vinnuumhverfi félagsmanna. Meðalstarfsaldur er 7,9 ár hjá öllum svarendum en starfsaldur er lengstur hjá byggingastarfsmönnum eða 12,1 ár og 10 ár hjá starfsmönnum á leikskólum.

Tæplega þriðjungur félagsmanna er sáttur með laun sín en 41% félagsmanna er ósáttur með launin. Starfsmenn á leikskólum skera sig úr þar sem 72% þeirra segjast vera ósáttir með laun sín.

Dregur úr áhyggjum af fjárhagsstöðu

Dregið hefur úr áhyggjum félagsmanna vegna fjárhagsstöðu milli ára en rúmur þriðjungur félagsmanna hefur miklar áhyggjur nú en hlutfallið var 45% árið áður og 52% árið 2014.

[/et_pb_text][et_pb_divider admin_label=“Divider“ color=“#ffffff“ show_divider=“on“ height=“3″ divider_style=“solid“ divider_position=“top“ hide_on_mobile=“on“ /][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Meirihluta leigjenda kysi fremur að búa í eigin húsnæði

Um 45% félagsmanna í Flóanum býr í eigin húsnæði og er þetta hlutfall enn lægra meðal félagsmanna Eflingar eða 43%. Einungis 26% leigjenda fá greiddar húsaleigubætur og/eða sérstakar húsaleigubætur og 67% leigjenda telja að það væri betri kostur að búa í eigin húsnæði.

Starfsfólk í fiskvinnslu oftast frá vegna veikinda

Rétt innan við helmingur félagsmanna var frá vegna veikinda á síðustu 3 mánuðum og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þá má greina fylgni við tekjur þar sem að veikindafjarvistir aukast í hlutfalli við lækkandi tekjur. Starfsfólk í fiskvinnslu var oftast frá vegna veikinda þar sem 67% þeirra sögðust hafa verið frá vegna veikinda á síðustu 3 mánuðum.

Margt fleira athyglisvert í könnuninni

Hægt er að nálgast könnunina í heild sinni hér. 

[/et_pb_text][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Um könnunina: Markmiðið var að kanna kjör og viðhorf félagsmanna Eflingar, Hlífar, VSFK og StéttVest. Könnunin var framkvæmd í september og október 2016. Síma og netkönnum meðal 3648 félagsmanna með íslenskum, pólskum og enskumælandi spyrlum. Endanlegt úrtak er 3083 en svarendur eru alls 1294 og svarhlutfall er 42%.

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]