Í dag kann ég að ná tökum á kvíðanum

-segir Díana Íris Jónsdóttir 

Hugarfarið skiptir miklu þegar kemur að endurhæfingu og eins að sætta sig við sjúkdóminn. Þetta fer ekkert, maður verður að læra að lifa með því, segir Díana Íris Jónsdóttir sem naut aðstoðar ráðgjafa VIRK hjá Eflingu við að byggja sig upp eftir veikindi. Með viljann og jákvæðni að vopni náði hún góðum árangri og er nú komin aftur til vinnu en hún er þakklát fyrir þá aðstoð sem ráðgjafi VIRK hjá Eflingu veitti henni. Við heyrum bakgrunn og sögu Díönu en veikindi hennar eiga sér langan aðdraganda eins og oft er, þegar um er að ræða bæði andleg og líkamleg veikindi. Frá því að ég var barn hef ég alltaf verið með mikinn kvíða og svo fer ég í bakinu í 10. bekk og varð í kjölfarið svolítið þunglynd, segir Díana. Í framhaldsskóla jókst kvíðinn. Ég var auk þess að kljást við unglingsárin og allt sem því fylgir. Að lokum hætti hún í námi og byrjaði að vinna. Ég var í og úr vinnu, bæði vegna þunglyndis og bakverkja en hélt samt alltaf áfram. Díana gekk líka í gegnum erfitt tímabil þegar foreldar hennar skildu og tók það mjög á hana.Þokast í rétta átt Það var ekki fyrr en í janúar á þessu ári sem hlutirnir byrjuðu að þokast í rétta átt. Loks hlustaði heimilislæknirinn á mig og ég var send í segulómun. Þá kom í ljós að hún var með brjósklos á tveimur hryggjarliðum. Læknirinn fór að tala um Reykjalund og aðra staði en mér leist ekki á neitt fyrr en hann nefndi VIRK starfsendurhæfingu. Í kjölfarið leitaði ég mér aðstoðar hjá VIRK og fékk ráðgjafa hjá Eflingu. Á þessum tíma var Díana hjá Vinnumálastofnun þar sem hún hafði ekki treyst sér til að vinna lengur. Ég var ánægð með hvernig samtakturinn hjá Vinnumálastofnun og VIRK var en þegar ráðgjafi VIRK hjá Eflingu kom til sögunnar, þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af virkri atvinnuleit og gat einbeitt mér að batanum án þess að hafa fjárhagsáhyggjur.Ráðgjafinn reyndist mér vel Ég mætti í tíma hjá ráðgjafanum og fannst hún strax rosalega þægileg. Hún hjálpaði mér að finna góðan sjúkraþjálfara og sálfræðing. Ég fann strax þvílíkan mun á mér. Viljinn hjá mér var sterkur og ég var líka komin með nóg af þessum bakvandamálum. Ég lenti í sjúkrabíl fjórum sinnum á ári í þrjú ár en bara tvisvar nú í ár, segir Díana og það er ekki laust við að maður heyri baráttuandann. Það var alltaf sagt við mig að þetta væru vaxtarverkir. Ég held að ef ég hefði fengið viðeigandi meðferð strax hefði ég ekki endað með brjósklos en ég er með skakkan hrygg og mjaðmagrind.Ráðgjafinn hélt vel utan um mig og fylgdi mér eftir til að sjá hvernig mér gengi. Þegar ég var orðin góð í byrjun sumars var ég svo tilbúin þannig að ég spyr hana um atvinnuleit og hún hjálpaði mér og sendi mig til ráðgjafa sem hjálpaði mér við að skipuleggja atvinnuleit, við gerð ferilskrár og þess háttar. Ég var mjög jákvæð í gegnum þetta allt og tel að hugarfarið skipti miklu máli, segir Díana.Bakslag og pælingar Í sumar fékk Díana svo vinnu við garðyrkju en þá kom bakslag. Kannski tók ég of stóran bita en ég lét það ekki á mig fá, segir hún. Ég nota tækni hugrænnar atferlismeðferðar – ham mjög mikið og það hefur hjálpað mér, segir hún en hún lærði það í tengslum við þunglyndi sitt. Fyrst þegar ég var greind þunglynd skammaðist ég mín og var alltaf með grímu en það bitnar helst á mér og engum öðrum. Þetta er hluti af mér og gerði mig að því sem ég er í dag.Díana segir að viðbrögð fólks sé öðruvísi eftir því hvaða sjúkdóma sé um að ræða. Þegar ég segi fólki frá bakverkjum mínum þá upplifi ég það að fólk spyrji mig meira út í það heldur en þegar ég tala um þunglyndið. Það er eins og sumir skilji ekki að þunglyndi sé alvarleg veiki sem geti hindrað mig í einhverju. Eins og þegar ég var ekki búin að fá greiningu á bakverkjunum fannst mér eins og fólk hlustaði ekki á mig og héldi að ég væri að væla yfir einhverju sem væri ekki neitt.Að leita sér aðstoðarHún segir að hún mæli með að allir tali við sálfræðing. Það þýðir ekki að maður sé sturlaður að tala við sálfræðing. Að geta talað við aðra manneskju án þess að hafa áhyggjur hvað henni finnst skiptir miklu máli. Stundum þarf maður líka bara að losa og þá finnur maður út úr þessu sjálfur. Díana viðurkennir þó að stundum hafi hún ekki verið nógu hreinskilin við sálfræðinginn og sagst hafa það betra en hún gerði. Mér fannst hann búinn að vera að eyða miklum tíma í mig og ekkert að gerast en þá var ég ekki búin að átta mig á því að þetta er hluti af mér og ég losna aldrei við þetta. Ég þarf að læra að lifa með þessu. Þetta var snilldarsálfræðingur sem ég fékk í gegnum Virk sem hjálpaði mér.Æfingar til að kljást við líðanina Díana hefur notað svokallaðar ham æfingar til að kljást við líðan sína. Það var dálítið skemmtileg æfing sem ég gerði þegar ég var á námskeiði hjá Kvíðameðferðarstofnun. Þá fórum við í Kringluna og áttum að finna einhvern sem okkur fannst öðruvísi og fylgjast með því hvað voru margir að horfa á viðkomandi. Það voru miklu færri en við héldum, það eru allir í sínum eigin heimi og fæstir að spá í öðrum. Eins áttum við að gera eitthvað skrýtið og kanna viðbrögðin í kringum okkur og þau voru allt öðruvísi en við héldum.Eftir allt þetta ferli þekki ég sjálfa mig betur og á betra samband við mína nánustu. Ég áttaði mig á því hversu mikilvægt væri að tjá mig um hvernig mér líður og hvað ég væri að vinna mikið í mér. Ég hef líka meiri skilning á aðstæðum annarra.Í dag kann ég að ná tökum á kvíðanum Í dag kann ég að ná tökum á kvíðanum og er líka minna hrædd við að leyfa mér að vera kvíðin eða döpur. Það er mikilvægt að grafa ekki tilfinningarnar ofan í holu og ætla sér að vera til staðar fyrir aðra því maður fer bara dýpra og dýpra. Það þarf að leyfa sér að gráta.Mér finnst gaman að vinna í sjálfri mér núna og eins að vera með markmið, segir Díana sem stefnir á að klára stúdentsprófið. Í dag vinnur hún á frístundaheimili á Álftanesi eftir hádegi og er nýbúin að bæta við sig vinnu í grunnskólanum fyrir hádegi. Ég hefði ekki komist í gegnum þetta án stuðnings VIRK. Það er algjör snilld hvað er búið að halda vel utan um mig, segir Díana að lokum.