Niðurstöður Gallup geta nýst í launaviðtölum
Gallup spurði félagsmenn hvort þeir færu í launaviðtöl og þar kom í ljós að karlar fara mun oftar í launaviðtöl en konur. Þá sögðu tæp 70% þeirra karla sem fóru í launaviðtölin að launaviðtölin hefðu skilað árangri en um helmingur kvenna. Það má því segja að hér sé ákveðið sóknarfæri fyrir konur að sækja sér launahækkanir. Það er mikilvægt ákvæði í kjarasamningi Eflingar sem segir að starfsmaður eigi rétt á viðtali einu sinni á ári þar sem meðal annars er rætt um starfskjör hans.
Í nýlegri Gallupkönnun Eflingar eru meðal annars svör félagsmanna varðandi laun og vinnutíma fyrir þau fjölbreyttu störf sem unnin eru á samningssviði félagsins.
Félagsmenn voru spurðir hvað þeir hefðu verið með í mánaðarlaun fyrir september 2016 og niðurstöðurnar greindar með tilliti til fjölda vinnustunda.
Meðaltal heildarlauna karla fyrir fullt starf voru 486 þúsund krónur á mánuði en heildarlaun kvenna voru 367 þúsund krónur á mánuði að meðaltali fyrir fullt starf. Launin eru hins vegar mismunandi eftir störfum og hvetur Efling félagsmenn til þess að bera laun sín saman við niðurstöðurnar og fylgja því eftir í launaviðtölum við sinn atvinnurekanda ef þeir telja að laun þeirra séu lakari en niðurstöður Gallup gefa til kynna.
Gallup spurði félagsmenn hvort þeir færu í launaviðtöl og þar kom í ljós að karlar fara mun oftar í launaviðtöl en konur. Þá sögðu tæp 70% þeirra karla sem fóru í launaviðtölin að launaviðtölin hefðu skilað árangri en um helmingur kvenna.
Það má því segja að hér sé ákveðið sóknarfæri fyrir konur að sækja sér launahækkanir.