Í nýrri alþjóðlegri skoðanakönnun um viðhorf til vinnu og vinnuaðstæðna, sem framkvæmd var hér á landi um mitt síðasta ár og kynnt í Háskóla Íslands í föstudaginn 24. febrúar, kemur m.a. fram að 87% svarenda telja launafólk þurfa sterk verkalýðsfélög til að verja hagsmuni þess en aðeins 4% eru ósammála fullyrðingunni.Tekið var 3000 manna tilviljunarúrtak einstaklinga 18 ára og eldri úr Þjóðskrá. Gagnaöflun hófst 26. maí og lauk 31. ágúst 2016. Alls svöruðu 1127 könnuninni.
