[et_pb_section transparent_background=“off“ allow_player_pause=“off“ inner_shadow=“off“ parallax=“off“ parallax_method=“on“ padding_mobile=“off“ make_fullwidth=“off“ use_custom_width=“off“ width_unit=“off“ custom_width_px=“1080px“ custom_width_percent=“80%“ make_equal=“off“ use_custom_gutter=“off“ fullwidth=“off“ specialty=“off“ admin_label=“section“ disabled=“off“][et_pb_row make_fullwidth=“off“ use_custom_width=“off“ width_unit=“off“ custom_width_px=“1080px“ custom_width_percent=“80%“ use_custom_gutter=“off“ gutter_width=“3″ custom_padding=“0px|||“ padding_mobile=“off“ allow_player_pause=“off“ parallax=“off“ parallax_method=“on“ make_equal=“off“ column_padding_mobile=“on“ parallax_1=“off“ parallax_method_1=“on“ parallax_2=“off“ parallax_method_2=“on“ parallax_3=“off“ parallax_method_3=“on“ parallax_4=“off“ parallax_method_4=“on“ admin_label=“Row“ disabled=“off“][et_pb_column type=“2_3″ disabled=“off“ parallax=“off“ parallax_method=“on“ column_padding_mobile=“on“][et_pb_text background_layout=“light“ text_orientation=“left“ admin_label=“Text“ use_border_color=“off“ border_style=“solid“ disabled=“off“]
Ég lærði að hafa trú á sjálfa mig. Ég fékk flott stuðningsnet hjá Virk og ég hefði ekki trúað því að bráðum myndi ég klára stúdentsprófið, það væri ekki nema fyrir það að Virk hjálpaði mér, segir Elísabet sem klárar frumgreinadeild Keilis í vor og stefnir á félagsráðgjafanám eftir sumarið. Hún vill að reynsla sín nýtist öðrum og segir að um leið og hún áttaði sig á því að hún vildi nota það sem hún lærði ekki bara fyrir sjálfa sig heldur aðra hafi hún ákveðið að fara í félagsráðgjafanám. Ég vil að aðrir fái tækifæri eins og ég fékk, segir hún.
Ég var að fást við blöndu af félagsfælni og kvíða og hélt ég væri þunglynd og átti erfitt með að funkera og fannst ég komin á botninn. Ég var ekki með neitt sjálfstraust og full af vonleysi. Það er vond tilfinning að finnast sem maður skipti ekki máli og að maður geti ekki neitt. Það er leiðinlegt að vera fastur í þannig hugarástandi og þetta varð það íþyngjandi að ég fór varla út úr húsi. Systir mín hafði farið í endurhæfingu og hún hvatti mig til að leita mér hjálpar, mér ætti ekki að líða eins og mér leið.
[/et_pb_text][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_3″ disabled=“off“ parallax=“off“ parallax_method=“on“ column_padding_mobile=“on“][et_pb_image src=“https://www.efling.is/wp-content/uploads/2017/03/Elisabet.jpg“ show_in_lightbox=“off“ url_new_window=“off“ use_overlay=“off“ sticky=“off“ align=“left“ force_fullwidth=“off“ always_center_on_mobile=“on“ admin_label=“Image“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_width=“1px“ border_style=“solid“ disabled=“off“][/et_pb_image][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row make_fullwidth=“off“ use_custom_width=“off“ width_unit=“off“ custom_width_px=“1080px“ custom_width_percent=“80%“ use_custom_gutter=“off“ gutter_width=“3″ custom_padding=“2px|0px|27px|0px“ padding_mobile=“off“ allow_player_pause=“off“ parallax=“off“ parallax_method=“on“ make_equal=“off“ column_padding_mobile=“on“ parallax_1=“off“ parallax_method_1=“on“ parallax_2=“off“ parallax_method_2=“on“ parallax_3=“off“ parallax_method_3=“on“ parallax_4=“off“ parallax_method_4=“on“ admin_label=“Row“ disabled=“off“][et_pb_column type=“4_4″ disabled=“off“ parallax=“off“ parallax_method=“on“ column_padding_mobile=“on“][et_pb_text background_layout=“light“ text_orientation=“left“ admin_label=“Text“ use_border_color=“off“ border_style=“solid“ disabled=“off“]
Leitaði sér aðstoðar
Fyrsta skrefið var að biðja um hjálp, ég gat ekki verið lengur á botninum. Ég hugsaði með mér að ég kæmist bara uppá við úr þessu, segir Elísabet en á þessum tíma var hún á bótum hjá Vinnumálastofnun. Ég talaði við ráðgjafa þar og læt vita að ég vilji gera eitthvað í mínum málum og ég treysti mér ekki út á vinnumarkaðinn. Ég yrði að gera eitthvað til að bæta líðan mína og styrkja mig. Hringsjá náms- og starfsendurhæfing var þá nefnt og í framhaldinu fór hún til Virk starfsendurhæfingar og þar var sótt um í Hringsjá náms- og starfsendurhæfingu.
Virk ráðgjafinn minn hjá Eflingu, Ingibjörg Ólafsdóttir, er æðisleg og frábært að tala við hana. Við vorum alltaf í sambandi og hún hringdi oft til að heyra hvernig gengi. Það er svo gott að vita af því að það sé einhver tilbúinn til að hjálpa sem þú getur talað við.
Full sjálfstrausts eftir Hringsjá
Í Hringsjá kláraði ég þrjár annir sem eru einingabærar og metnar til stúdentsprófs. Hún segir að það hafi verið eins og starfsfólkið þar hafi verið með töfrasprota. Ég get svarið það, hver einasti kennari kom með eitthvað sem ég get tekið með mér út í lífið. Í veru minnar hjá Hringsjá sá ég að ég væri nógu góður námsmaður og full sjálfstrausts. Ég nefndi þetta við Ingibjörgu, ráðgjafann minn hjá VIRK og hún var ekkert smá ánægð að heyra að ég væri komin með framtíðarplön. Fyrst þegar ég hitti hana var ég ekki með neinar áætlanir. Ég var byrjuð að hugsa „ég get“ í stað „ég get ekki.“
Haustið 2015 útskrifaðist ég úr Hringsjá, og fór í FB til að vinna upp einingar sem mig vantaði til þess að komst inn í Keili. Haustið 2016 hóf ég svo nám í Keili. Ég ætla að klára þetta, segir Elísabet sem mun útskrifast núna í vor.
Í lagi að leyfa sér að vera sorgmæddur
Í raun og veru er alveg sama hvaða áskorun þú færð á þig, stattu upp aftur, segir Elísabet um hvað hafi verið það mikilvægasta sem hún hafi lært. Ég var alltaf að berja mig niður fyrir hluti sem ég átti ekki að velta mér upp úr. Hún segir líka mikilvægt að hugsa vel um sjálfan sig. Í áföllum hættir manni til að gleyma sjálfum sér og hugsa frekar um aðra. Hún hafi sjálf lent í því þegar maðurinn hennar hryggbrotnaði þegar hún var komin átta mánuði á leið. Mér leið náttúrulega illa yfir því en fannst mín vanlíðan ekki skipta máli og ég ætti ekkert að vera að væla. Mesti sigurinn var að hætta að rífa mig niður og átta sig á því að ég og mínar tilfinningar skiptu máli.
Það er gott að leyfa sér að vera sorgmæddur. Ég held að það sé oft málið að tilhneigingin er að byrgja allt inni og vera upptekinn af því að sýna ekki öðrum. Elísabet missti strák sem hún bar undir belti þegar hún var komin fimm mánuði á leið. Ég hugsaði með mér þá að það væri í lagi að lenda í áföllum og sorg og gráta. Þetta er í lagi, leyfðu þér þetta og haltu svo áfram. Ég vaknaði svo einn daginn og var sátt, ég var búin að gráta og gat haldið áfram. Ég mun samt aldrei gleyma stráknum mínum og hann er alltaf hjá mér í hjartanu, segir Elísabet.
Eftir að ég missti strákinn minn komu margar konur til mín og sögðust líka hafa misst en þá var bara ekkert talað um það. Það mátti ekki sýna neinn veikleika því það kom þér ekki áfram. Það átti að harka af sér. Ég kaus að gera það ekki því mér fannst auðveldara að tala um strákinn minn og reynsluna mína til að komast yfir sorgina. Það er í lagi að viðurkenna að maður eigi við vandamál að stríða og hiklaust að sækjast eftir hjálp því hjálpin kemur ekki sjálfkrafa til þín. Ef þú vinnur ekki úr vandamálunum nærðu ekki neinum árangri.
Fólk fær mismunandi áskoranir í lífinu en áföll geta gert okkur sterk. Ég er ekki lengur að æsa mig yfir smávægilegum hlutum. Það er gott veganesti inn í lífið að hafa styrk og trúa á sjálfan sig. Ég vil miðla því til annarra, segir Elísabet.
Framtíðin björt
Ég var óstöðvandi í náminu. Ég fékk blóðtappa í fótinn fyrir síðustu lokapróf en náði samt öllu ótrúlegt en satt. Maður gleymir því stundum hversu megnugur maður er. Það þarf að minna sig á sigrana og ekki einblína á það sem þú gast ekki heldur hvað þú getur. Að halda áfram og gefast ekki upp. Ég hugsaði oft að ég nennti þessu ekki en ef hugarfarið er; ég get ekki þá geturðu ekki neitt. Hugsunin skiptir miklu máli.
Ég ætla í félagsráðgjafanám eftir sumarið, ég get ekki hætt núna því ég er byrjuð. Ég veit ég get þetta og ég hlakka til að útskrifast. Ég er búin með alla neikvæðni og eftir stendur gleði. Ég hlakka til að vera til staðar fyrir fólk og þegar ég horfi á starfið mitt í framtíðinni veit ég að ég er að fara að gera góða hluti. Mér finnst gott að geta notað reynslu mína til að hjálpa öðru fólki. Ég er þakklát fyrir þá hjálp sem ég fékk og held að framtíðin mín verði björt, segir Elísabet að lokum.
[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]