Eftirlit með vinnustöðum á kjarasamningssviði Eflingar hefur verið snar þáttur í starfsemi félagsins á liðnum árum. Við breytingar á vinnumarkaðnum hér landi í kjölfar meiri opnunar gagnvart frjálsu flæði launafólks í Evrópu, varð heildar samtökum og stéttarfélögum það vel ljóst að taka þyrfti upp meira og skipulagðara eftirlit með vinnustöðum og tók Efling upp samstarf fyrst í stað við rafvirkja, smiði, martreiðslumenn og aðra hópa í þeim tilgangi að fylgjast betur með vinnustöðum. Átti þetta sérstaklega við um byggingarvinnustaði og hótel og veitingahús. Það segir nokkuð um þróunina í þessum málum að fyrst í stað var einn starfsmaður Eflingar að sinna þessum málaflokki en nú eru þeir þrír til fjórir og hefur nú verið ráðinn starfsmaður sem mun sinna þessu hlutverki sem aðalstarfi.Efling fór fyrst í stað með iðnaðarmönnum, rafvirkjum, og smiðum á byggingavinnustaði en síðan tók félagið upp samstarf við Matvís og síðar verslunarmenn um svipað eftirlit á veitinga- og gistihúsum og ferðaþjónustugeiranum almennt, segir Tryggvi Marteinsson, sem lengst hefur sinnt þessu hlutverki fyrir félagið.Á fyrri árum vinnustaðaeftirlits voru að jafnaði um 80 fyrirtæki sótt heim árlega á þessum vettvangi. Starfsmenn stéttarfélaganna fóru á vinnustaði, ræddu við launafólk, könnuðu hvort launakjör og réttindi og skil á gjöldum og sköttum væru í lagi. Starfsmenn félaganna hittu þannig og töluðu við og skráðu nokkur hundruð félagsmanna í þessum heimsóknum.Verulega bætt í þjónustuna á síðasta ári Árið 2016 var ákveðið að bæta verulega í þessa starfsemi og þegar tölur eru skoðaðar fyrir það ár heimsóttu starfsmenn félaganna um 250 vinnustaði á því ári. Hugsunin er að bæta enn í á þessu ári og hefur verið ráðinn starfsmaður sérstaklega til að sinna þessu. Áður hefur þetta verið leyst af hendi af nokkrum starfsmönnum kjaramáladeildar.Vinnustaðaeftirlitið veitir mikið aðhald að okkar mati. Við upplýsum félagsmenn okkar um kaup og kjör, bregðumst við uppákomum sem eiga sér stað og upplýsum atvinnurekanda sé hann á rangri leið og við verðum þess vör, segir Tryggvi Marteinsson Skráningar okkar fara í gagnagrunn sem Vinnumálastofnun, skatturinn og fleiri stofnanir ríkisins hafa aðgang að.Skráningar geta sýnt fram á ef fyrirtæki hafa ráðið starfsfólk svart eða fyrirtæki hafa haft ólöglega starfsmenn í vinnu og þá lang oftast eða alltaf undir lágmarkskjörum, segir hann að lokum. F.v. Kristinn Örn Arnarson, nýr starfsmaður Eflingar í vinnustaðaeftirliti, Marlgorzata Katrín Molenda frá VR, Tryggvi Marteinsson frá Eflingu og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson frá Matvís rölta hér niður Laugaveginn á leið sinni milli fyrirtækja.