Það má með sanni segja að það hafi verið bæði mikil og metnaðarfull áskorun þegar tekin var ákvörðun um stækkun orlofsbyggðarinnar í Svignaskarði fyrir nokkrum árum. Þá hafði verið rekin þar orlofsbyggð með 30 húsum um áratuga skeið á svæði sem vel er þekkt og fjölmargir notið þar orlofsdvalar gegnum árin. Í dag eiga þrettán félagasamtök hús í Svignaskarði auk Eflingar sem er langstærsti einstaki eigandinn með sextán eignir. Fyrir nokkru hófust framkvæmdir við þetta nýja svæði og eru þær nú í fullum gangi.Sveinn Ingvason sviðsstjóri orlofsmála Eflingar er jafnframt formaður stjórnar Rekstrarfélags Svignaskarðs og tókum við hann tali um þessar framkvæmdir.Aðspurður um þessa ákvörðun sagði hann að nokkur atriði lægju þar að baki, nægt landrými væri og landið sérlega vel fallið til þessarar starfsemi. Einnig hefðu menn séð mikla möguleika með slíkri stækkun til að auka þjónustu og afþreyingu gesta og þannig gera dvöl þeirra bæði ánægjulegri og betri.Gengið var til samstarfs við Eirík Ingólfsson verktaka í Borgarnesi um að hann sæi um skipulag nýja svæðisins og annaðist byggingu húsa. Sagði Sveinn að Eiríkur hafi verið viðloðandi orlofsbyggðina frá upphafi og staðið að endurnýjun nær allra húsa á svæðinu en þess má geta að öll upphaflegu húsin hafa vikið og ný byggð í staðinn. Orlofsbyggðin í Svignaskarði – segir Sveinn Ingvason sviðsstjóri orlofssviðs.Hvað varðar aðkomu Eflingar að verkefninu sagði Sveinn að nú þegar hafi félagið fest kaup á tveimur húsum í þessu nýja hverfi og verður það fyrra afhent í byrjun júlí og það seinna nú í haust.Almenn ánægja er með þessa þróun að hans sögn en eftir að framkvæmdum við svæðið lýkur verða 46 hús í orlofsbyggðinni í Svignaskarði. Sagði Sveinn að lokum að mikill metnaður væri hjá öllum sem að verkefninu koma að vanda til verka og valda sem minnstu raski á því fallega landi sem byggðin rís á.