[et_pb_section fb_built=“1″ custom_padding=“0px|||“ admin_label=“section“][et_pb_row admin_label=“row“ custom_padding=“0px|0px|27px|0px“][et_pb_column type=“4_4″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text admin_label=“Text“]
Minning Elku Björnsdóttur verkakonu var heiðruð með því að reisa minningarmark við gröf hennar í Hólavallagarði við Suðurgötu á afmælisdag hennar 7. september. Leiði Elku í Hólavallagarði við Suðurgötu hafði verið með öllu ómerkt og því vel viðeigandi að heiðra minningu þessarar merku konu með þeim hætti að merkja leiði hennar og lyfta um leið minningu hennar og verkum á loft með þessum hætti.
Eftir athöfnina í Hólavallargarði var svo haldið málþing þar sem sjónum var beint að sögu Elku og verkakvenna í Reykjavík í upphafi síðustu aldar. Á málþinginu flutti Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar stéttarfélags, erindi til heiðurs Elku.
Margt hefur áunnist frá þessum tíma en hún Elka Björnsdóttir kynntist aldrei öllum þeim réttindum sem síðar urðu almenn, atvinnuleysistryggingum, fæðingarorlofi, lögum um sömu laun fyrir sömu vinnu karla og kvenna, jafnréttislögum eða jafnlaunavottun sem hafa hjálpað okkur og munu hjálpa okkur til að mynda réttlátt samfélag. En ef til vill erum við að vanmeta þann þáttinn sem skiptir mestu máli sem er hin mannlega samkennd sem við finnum í svo ríkum mæli hjá Elku Björnsdóttur.
Þess vegna sýnum við minningu Elku Björnsdóttur mesta virðingu með því að hugsa til þeirra í samfélagi okkar sem gegna svipuðu hlutverki og hún gerði það er að láta sér annt um umönnum sjúkra, barna og eldra fólks.
Erindið í heild sinni má finna hér.
[/et_pb_text][et_pb_text admin_label=“Text“]

Elka starfaði alla ævi sem verkakona í Reykjavík. Hún tók mikinn þátt í félagslífi þessa tíma, bæði í trúarsöfnuði, var þátttakandi í verkalýðsmálum, áhugasöm um menntir, menningu og framfarir en um leið íhaldssöm og fastheldin á gamlar hefðir. Hún var jafnréttissinnuð og fylgdist vel með þjóðmálunum.
[/et_pb_text][et_pb_gallery gallery_ids=“8889,8888,8886,8887,8884,8885,8883″ posts_number=“4″ hover_icon=“%%35%%“ admin_label=“Gallery“ title_font_size=“14″ title_line_height=“1.3em“][/et_pb_gallery][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]