[et_pb_section fb_built=“1″ custom_padding=“13px|0px|54px|0px“ admin_label=“section“][et_pb_row custom_padding=“1px|18px|28px|15px“ custom_margin=“|||“ admin_label=“row“][et_pb_column type=“4_4″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text admin_label=“Text“]

Elka Björnsdóttir er fædd árið1881 og ólst upp á Skálabrekku í Þingvallasveit. Síðan flutti hún árið 1906 til Reykjavíkur þar sem hún bjó til æviloka. Elka var alla tíð mjög heilsutæp og lést aðeins 43 ára að aldri.
Elka starfaði alla ævi sem verkakona í Reykjavík. Hún var tók mikinn þátt í félagslífi þessa tíma bæði í trúarsöfunið, þátttakandi í verkalýðsmálum, áhugasöm um menntir, menningu og framfarir en um leið íhaldssöm og fastheldin á gamlar hefðir. Hún var jafnréttissinnuð fylgdist vel með þjóðmálunum.

[/et_pb_text][et_pb_text admin_label=“Text“ background_color=“#e0e0e0″ use_border_color=“on“ border_color=“#2b2b2b“ custom_margin=“|||“ custom_padding=“|20px|15px|15px“]
Málþing og viðburður til heiðurs
Elku Björnsdóttur verkakonu
7. september
Kl. 13.00 Hólavallagarður við Suðurgötu
– Ávarp Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
– Söngur – Jónína Björg Magnúsdóttir söng- og verkakona.
– Minningarmark Elku Björnsdóttur afhjúpað í Hólavallagarði.
Kl. 13.30 Gönguferð frá Hólavallagarði í Tjarnarsal ráðhússins – lesið upp úr dagbókum Elku Björnsdóttur á leiðinni.
Kl. 14.00 Málþing um Elku Björnsdóttur verkakonu og stöðu verkakvenna þá og nú.
– Saga Elku Björnsdóttur. Hilma Gunnarsdóttir sagnfræðingur.
– Staða verkakvenna þá og nú. Sigurrós Kristinsdóttir varaformaður Eflingar-stéttarfélags.
– Svipmyndir af verkakonum í Reykjavík – Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Málþingsstjóri Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar.
Að málþinginu stendur Reykjavíkurborg í samvinnu við Alþýðusamband Íslands, Starfsgreinasamband Íslands og Eflingu-stéttarfélag, sem og Borgarsögusafn/Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Minningarmark Elku Björnsdóttur í Hólavallagarði er reist að frumkvæði Reykjavíkurborgar að höfðu samráði við ættingja Elku Björnsdóttur. Steinsmiðja S. Helgasonar gaf steininn en áletrunin og önnur vinna við steininn og uppsetningu hans er kostuð af Reykjavíkurborg.
[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]