Select Page

Sjötta þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk á hádegi 12. október. Á þinginu voru samþykktar nokkrar ályktanir en 135 fulltrúar þeirra 19 aðildarfélaga sem skipa SGS sátu fundinn en unnið var í nokkrum nefndum inni á þinginu. Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö árin og sömuleiðis starfsáætlun en í ljósi góðrar stöðu sambandsins var skatthlutfall aðildarfélaganna lækkað. Þá var sérstaklega fjallað um reglur varðandi félagsaðild og hugsanlega samræmingu reglna á milli sjúkrasjóða.

Ályktanirnar má sjá hér.

Ályktun um húsnæðis- og velferðarmál

Ályktun um fjölskylduvænna samfélag

Ályktun um kjara- og atvinnumál

Ályktun um lífeyrismál

Forysta SGS kjörin á þingi sambandsins

Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (AFL) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður.

Ragnar Ólason, þjónustufulltrúi hjá Eflingu-stéttarfélagi var endurkjörinn í Framkvæmdastjórn sambandsins ásamt þeim Aðalsteini Á. Baldurssyni (Framsýn stéttarfélag), Halldóru Sveinsdóttur (Báran stéttarfélag) og  Kolbeini Gunnarssyni (Vlf. Hlíf) og ný inn er Guðrún Elín Pálsdóttir (Vlf. Suðurlands).

Efling-stéttarfélag á aðild að Starfsgreinasambandi Íslands (SGS)  sem er landssamband almenns og sérhæfðs verkafólks. SGS er stærsta landssamband innan ASÍ, en 19 verkalýðsfélög þar með talið Efling-stéttarfélag eiga aðild að sambandinu. 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere