[et_pb_section fb_built=“1″ admin_label=“section“ custom_padding=“0px|0px|54px|0px“][et_pb_row admin_label=“row“][et_pb_column type=“4_4″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text admin_label=“Text“]
Hjá Starfsafli er alltaf nóg að gera og er mikið sótt í sjóðinn og fer vaxandi. Á síðasta ári voru greiddir út styrkir fyrir rúmlega 190 milljónir króna og það sem af er ári er aukning í bæði styrkjum til einstaklinga og fyrirtækja enda mikill uppgangur í samfélaginu. Það þarf því að hlúa vel að mannauðnum og veita viðeigandi fræðslu.
Vegna vaxtar í atvinnulífinu og þá einna helst í ferðaþjónustu, hefur fjöldi erlendra starfsmanna aukist töluvert. Að því þarf að huga og útfæra leiðir svo aðlögun þeirra sé eins og best verður á kosið og hæfni þeirra og reynsla fái notið sín. Við erum sífellt að leita leiða og þá er mikilvægt að eiga gott samtal við forsvarsmenn fyrirtækjanna, til að sjá hvað betur mætti fara í starfsmenntamálum þess hóps.
Til að koma til móts við aukinn fjölda erlendra starfsmanna hefur Starfsafl breytt reglum sínum og fá nú fyrirtæki styrk til íslenskukennslu eins og til annarrar fræðslu, en áður var þar mikill munur á.
Þá eru sífellt fleiri fyrirtæki sem óska eftir að fá verkefnið Fræðslustjóri að láni, sem er að gefa góða raun. Fyrirtæki sem fara þá leið hafa skýra stefnu og vita hvaða markmiðum þau ætla að ná. Það er góð stjórnun.
Starfsafl veitir einnig styrki vegna eigin fræðslu fyrirtækja og á sl. ári var tekin upp sú nýbreytni að styrkja rafræna fræðslu. Það er mjög spennandi og verður áhugavert að sjá hvernig þróunin á því verður. Fyrirtæki eru farin að horfa meira til þess að hafa fræðslu blandaða, hluta í kennslustofu og að hluta til rafrænt, og þá verður sjóðurinn að sjálfsögðu að vera í takt og veita viðeigandi stuðning. Við ætlum að skoða enn betur í vetur hvað við getum gert varðandi rafræna þáttinn, en fyrirtækin mörg hver kalla eftir leiðsögn og stuðningi, vegna þessa.
Þá höfum við verið að horfa til þess hvernig við getum stutt við minni fyrirtæki sem vilja gera betur í sínum fræðslu- og starfsmenntamálum. Það er jú þannig að lítil fyrirtæki þurfa líka að hlúa að og efla sinn mannauð, ef vel á að vera. Þarna held ég að Starfsafl geti gert enn betur, hvort heldur er með fræðslu, fjárhagslegum stuðningi eða stýrðum verkefnum. Við sjáum hvað setur.
Þess utan er sótt í sjóðinn vegna ýmissa námskeiða, svo sem tungumálanáms, meiraprófs, endurmenntunar atvinnubílstjóra, samskipta, gæðamála og fleira. Af nógu er að taka og gaman að sjá hversu metnaðarfullt starf er víða innan fyrirtækja í starfsmenntamálum.
Starfsemi Starfsafls er gríðarlega fjölbreytt og snertifletirnir margir. Það hefur aðeins verið tæpt á því helsta hér. Eitt er víst að framundan er áhugaverður vetur, næg verkefni í fjölþjóðlegu, ört vaxandi atvinnulífi. Við hér hjá Starfsafli, starfsfólk og stjórn sjóðsins, erum sífellt að skoða hvað við getum gert betur, byggja brýr og veita stuðning, þar sem þess er óskað. Starfsafl er öflugur bakhjarl, segir Lísbet að lokum.
[/et_pb_text][et_pb_text admin_label=“Text“]
[box] Um Starfsafl
Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins; Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun. Félagsmenn sem tilheyra Flóabandalaginu og eiga réttindi í starfsmenntasjóðnum telja hátt í 30.000 einstaklinga, þar af eru um 25000 félagsmenn í Eflingu af tæplega 130 þjóðernum.[/box]
[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]