Einelti, kynferðislegt ofbeldi og áreiti á vinnustað verður að uppræta

21. 12, 2017

[et_pb_section fb_built=“1″ admin_label=“section“ custom_padding=“0px|0px|54px|0px“][et_pb_row admin_label=“row“ custom_padding=“13px|0px|27px|0px“][et_pb_column type=“4_4″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text admin_label=“Text“]

Yfirlýsing frá miðstjórn ASÍ vegna #metoo byltingarinnar.

Alþýðusambandinu hefur borist áskorun frá lokuðum hópi kvenna í verkalýðshreyfingunni, sem deilt hefur sín í milli reynslu sinni af kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í vinnunni og félagsstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Þetta er í takt við þá vakningu sem orðið hefur í tengslum við  #metoo byltinguna. Miðstjórn ASÍ ályktaði um #metoo þann 8. nóvember sl. Þar segir:

Miðstjórn Alþýðusamband Íslands fagnar umræðu að undanförnu þar sem mikill fjöldi kvenna hefur stigið fram undir yfirskriftinni #metoo og mótmælt kynferðislegu ofbeldi og áreiti í öllum myndum og á öllum sviðum samfélagsins. Þetta er svartur blettur á samfélaginu og enn eitt dæmið um kynbundna mismunun sem uppræta ber með öllum tiltækum ráðum.

Verkalýðshreyfingin hafnar allri mismunun og órétti á vinnumarkaði. Á því byggir sjálf tilvist hennar. Í því felst að verkalýðshreyfingin hafnar hvers konar mismunun á grundvelli kynferðis, þ.m.t. kynbundnum launamun og einelti og kynferðislegu ofbeldi á vinnustað.

Miðstjórn hvetur aðildarsamtök Alþýðusambandsins og verkalýðshreyfinguna alla til að styðja með öllum ráðum einstaklinga sem stíga fram og hafna hvers konar einelti og ofbeldi á vinnustað. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra.“

Að gefnu tilefni vill miðstjórn ASÍ árétta stefnu sína í þessum málum. Alþýðusamband Íslands skuldbindur sig til að vinna gegn kynbundnu og kynferðislegri áreiti og ofbeldi á vinnustöðum og standa að eftirfarandi aðgerðum:

  • ASÍ hefur unnið stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynbundu áreiti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Eitt af markmiðum vinnunnar er að aðildarfélög sambandsins geti nýtt afraksturinn í sínu starfi.
  • ASÍ vinnur, í samvinnu við BSRB, BHM og KÍ og Kvenréttindafélagið, að mótun aðgerðaráætlunar þar sem svara á kalli þeirra þúsunda kvenna sem stigið hafa fram og sagt frá kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun sem þær hafa orðið fyrir. Verkefnið er viðamikið og ætla samtökin sameiginlega að vinna að eftirfarandi:
    • Vinna aðgengilegt upplýsinga- og fræðsluefni á grundvelli bæklingsins sem samtök launafólks gáfu út í mars 2016 um kynbundið og kynferðislegt áreiti og ofbeldi á vinnustöðum. .
    • Vinna leiðbeinandi efni fyrir starfsmenn stéttarfélaga.
    • Efla fræðslu um hvernig hægt er að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Með því t.d. að samtökin deila þekkingu og reynslu sín á milli.
    • Kortleggja þekkinguna í málaflokknum, afla upplýsinga hjá mismunandi aðilum og tengja þannig að þekkingin nýtist öllum.
    • Nýta samfélagsmiðla til fræðslu og upplýsinga. Vinna stutt myndbönd þar sem áhersla er á samfélagsleg áhrif kynferðisofbeldisins. M.a. verði skilaboðum beint til geranda sem í langflestum tilfellum eru karlar og áhersla lögð á valdamisvægi kynja o.s.frv.
    • Ráðstefna 8. mars 2018 þar sem áhersla verður á kynbundið ofbeldi og áreiti á vinnumarkaði. Þar verða öll verkefnin kynnt og lagðar fram tillögur að áframhaldandi aðgerðum.
  • Í starfsáætlun ASÍ fyrir árið 2018 er áhersla á aðgerðir gegn einelti, kynbundið og kynferðislegt áreiti og ofbeldi í allri fræðslu, hvort sem er trúnaðarmannafræðslu, fræðslu á opnum námskeiðum Félagsmálaskólans eða á sérstökum ráðstefnum. Jafnframt verða eftirfarandi viðburðir á dagskrá:
    • Tökum brúna! – kvennaráðstefna ASÍ í apríl 2018. Tveggja daga ráðstefna þar sem áhersla er á valdeflingu og tengslamyndun.
    • Karlar í verkalýðshreyfingunni – ráðstefna í apríl 2018 þar sem áhersla verður á stöðu karla og hvernig þeir geta tekið virkan þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.
  • ASÍ leggur áherslu á að stéttarfélög hafi frumkvæði að því að kalla eftir nýjum leiðum og styrkja þær sem þegar eru til staðar, til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi.
  • ASÍ gerir kröfur um að sett verði vinnuverndarstefna fyrir Ísland og að lög um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum verði endurskoðuð hið fyrsta. Við þá endurskoðun verði m.a. tekið á kynbundnu og kynferðislegu áreiti og ofbeldi á vinnumarkaði.
  • ASÍ styður fyrirhugaða samþykkt á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) og löggjöf á Evrópuvísu gegn kynbundnu ofbeldi á vinnumarkaði, þar sem mikilvægi kjarasamninga er viðurkennt.
  • Kynna þarf lagaleg réttindi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á vinnustað og hvaða skyldur atvinnurekandi ber til að koma í veg fyrir þessa tegund ofbeldis.
  • Mikilvægt er að breyta hugsunarhætti og ávarpa atriði eins og ómeðvitaða, stofnanalega og kerfisbundna mismunun kynja í samfélaginu, á vinnustöðum og þar með talið vinnubrögð innan verkalýðshreyfingarinnar.
  • Inngróin menning mismununar og ójafnaðar á vinnustað verður ekki skilin frá ríkjandi karlveldi og ójöfnuði kynjanna bæði innan samfélagsins og fjölskyldna.
  • Kynjajafnrétti krefst virkrar þátttöku og er á ábyrgð allra. Verkalýðshreyfingin verður að skuldbinda sig til að taka virkan þátt með fræðslu og aðgerðum sem miða að vitundarvakningu.
  • Karlar sem eru í forystu verkalýðshreyfingarinnar, samningamenn og karlar almennt eru sérstaklega hvattir til að tileinka sér það viðhorf að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sé aldrei samþykkt, þar með talið innan verkalýðshreyfingarinnar.
  • Verkalýðshreyfingin hvetur til þess að ráðist verði í kerfisbundið og viðvarandi átak til að tryggja að karlar, verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur skilji eðli kynbundins ofbeldis. Þetta er sérstaklega mikilvægt til að tryggja að kynbundið ofbeldi og áreiti sé hluti af því sem tekið er á í fyrirtækja- og vinnustaðasamningum.
  • Mikilvægt er að halda á lofti því sem vel hefur verið gert og læra af því

 

 

 

 

 

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]