Fræðslu- og sjúkrasjóðir hækka styrki

Félagsmenn Eflingar geta fengið endurgreiðslu fyrir ýmsum kostnaði sem varðar bæði nám og heilsu. Fræðslu- og sjúkrasjóðir Eflingar auka réttindi sinna félagsmanna og hækka styrki á nýju ári.Fræðslustyrkir Eflingar geta nú frá 1. janúar 2018 numið allt að 100.000 kr. að hámarki á ári eða 75% af kostnaði. Allir sem sækja um fá greitt skv. þessum nýju reglum eigi þeir réttindi hjá sjóðnum. Nánar má kynna sér styrkina hér.Sjúkrasjóður Eflingar hækkar einnig nokkra styrki og tók sú hækkun gildi 1. janúar 2018 vegna kvittana sem eru dagsettar eftir þann tíma.

  • Líkamsræktarstyrkur hækkar úr 17.000 kr. í 23.000 kr. á hverjum 12 mánuðum
  • Styrkur vegna endurþjálfunar hækkar úr 2.000 kr. í 2.500 kr. í allt að 15 skipti.
  • Gleraugnastyrkur hækkar úr 17.000 kr.  í 35.000 kr. en endurnýjast á 24 mánuðum.

Nánari upplýsingar um skilyrði og upphæðir styrkja í sjúkrasjóði má finna hér.