Úthlutun um páska 2018

22. 01, 2018

Við minnum félagsmenn á að nú er hægt að sækja um orlofshús páskana 2018. Húsin verða í leigu í viku frá 28. mars – 4. apríl.  Síðasti dagur til að sækja um er 8. febrúar nk. og fer úthlutun fram þann 12. febrúar.Úthlutunarkerfi um páskana• Umsóknir eru rafrænar, þ.e. félagsmenn fylla út umsókn á bókunarvef orlofssjóðs Eflingar. Svör berast þeim rafrænt• Aukinn er forgangur þeirra sem flesta punkta eiga og hafa þar af leiðandi greitt lengst til orlofssjóðs• Aðeins ein úthlutun verður og er hún fyrir félagsmenn með yfir 200 punkta í kerfinu• Að loknu þessu ferli er bókunarvefurinn opinn fyrir alla félagsmenn sem eru með aðild og réttindi

Þeir félagsmenn sem fengu úthlutað á árinu áður fara nú EKKI á biðlista í 1. úthlutun eins og verið hefur. Þeir fá úrlausn samkvæmt punktaeign sinni eins og skýrt er hér að ofan.

Mikilvægt er að SKOÐA BÓKUNARVEFINN VEL og þekkja umhverfið þegar það kemur að skráningu umsókna fyrir páskaúthlutun.