Select Page

ASÍ-UNG efna til pallborðsumræðu um áhrif #metoo byltingarinnar innan vinnumarkaðarins og aðgerðir stéttarfélaga í þeim málum, þriðjudaginn 6. febrúar kl.20.00 í Stúdentakjallaranum.

#metoo byltingin hefur verið mikið í umræðunni undanfarið bæði hér á landi og um allan heim.
ASÍ-UNG langar að fá ólík sjónarmið að borðinu og bjóða upp á vettvang fyrir spurningar frá gestum úr ýmsum áttum.

Í pallborði verða:
María Rut Kristinsdóttir, fv. formaður samráðshóps ráðherra um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins og fv. talskona druslugöngunnar
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum frá ASÍ
Eiríkur Þór Theódórsson, varaformaður ASÍ-UNG.

Fundarstjóri er Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere