Select Page

Efling stéttarfélag vekur athygli félagsmanna sinna sem starfa í leikskólum, grunnskólum og við umönnun að nú er að hefjast raunfærnimat fyrir þessi störf hjá Mími.  Með raunfærnimati fær starfsmaður staðfestingu á þeirri færni sem hann hefur öðlast í starfi og er hún metin til styttingar á námi og/eða til að bæta við sig einingum á framhaldsskólastigi.

Til að taka þátt í raunfærnimatinu þarf viðkomandi að vera orðinn 23ja ára og hafa starfað  í ca.  3 ár (þarf þó ekki að vera samfellt).  Raunfærnimatið er þátttakendum að kostnaðarlausu.  Að mati loknu hafa  þátttakendur tækifæri til að ljúka námsáföngum sem upp á vantar til að ljúka námi á braut eða brú og/eða vinna með náms- og starfsráðgjafa í því að skoða hver væru góð næstu skref fyrir viðkomandi í námi eða starfi.

Metið er á móti námi á: félagsliðabraut, leikskólaliðabraut, félags – og tómstundabraut og stuðningsfulltrúabraut (grunnskóli). Nánari upplýsingar um námsbrautirnar má finna á www.mimir.is og www.bhs.is

Áhugasamir félagsmenn geta haft samband við Mími í s. 580 1800.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere