Síðasta dagurinn til að sækja um orlofshús í sumar er í dag 22. mars

22. 03, 2018

[et_pb_section fb_built=“1″ admin_label=“section“ custom_padding=“0px|0px|54px|0px“][et_pb_row admin_label=“row“][et_pb_column type=“4_4″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text admin_label=“Text“]

Orlofssjóður Eflingar minnir félagsmenn á að síðasti dagurinn til að sækja um orlofshús í sumar er í dag, fimmtudaginn 22. mars.

Sótt er um rafrænt á bókunarvefnum. , undir liðnum umsóknir og verður úthlutun 26. mars og hafa félagsmenn greiðslufrest til 5. apríl.

Félagsmenn sem eiga 200 punkta og meira geta sótt um og verður aðeins úthlutað einu sinni. Kerfið raðar umsóknum eftir punktaröð umsækjenda, og því hafa þeir forgang sem flesta punkta eiga og hafa greitt lengst til orlofssjóðs.

Athugið að þegar niðurstaða úthlutunar liggur fyrir verða svör send með tölvupósti, og því er mikilvægt fyrir umsækjendur að gefa upp netföng, eða uppfæra þau á bókunarvef ef við á, undir liðnum stillingar.


Eftir það verður opnað fyrir bókanir á vefnum í skrefum, í þau hús sem laus eru eftir úthlutun:

  • Opið fyrir bókanir í 3 daga fyrir þá sem eiga 100 punkta og meira, 9. – 12. apríl. Ganga þarf frá greiðslu strax.
  • Opið fyrir bókanir í 3 daga fyrir þá sem eiga 1 punkt og meira, 12. – 16. apríl. Ganga þarf frá greiðslu strax.
  • Opið fyrir alla félagsmenn frá og með 17. apríl, óháð punktastöðu, þá gildir reglan fyrstur bókar fyrstur fær.

Mikilvægt er að SKOÐA BÓKUNARVEFINN VEL og þekkja umhverfið þegar það kemur að skráningu umsókna fyrir sumarúthlutun.

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]